Málstofa um ferðamál

Málstofa um ferðamál
hestareidleidir

?Ferðaþjónusta ? breytingar og áskoranir. Sjálfbærni og samkeppnishæfni: Andstæður eða samrýmanlegt? er yfirskrift málstofu sem haldin verður í Norræna húsinu næstkomandi föstudag, 15 febrúar. Til málstofunnar boðar utanríkisráðuneyti Lettlands og er hún hluti af viðamikilli dagskrá sem Lettar skipuleggja í aðildarlöndum Eystrasaltsráðsins á árinu þar sem þeir gegna nú formennsku.

Ýmsir íslenskir og erlendir sérfræðingar taka þátt í umræðunum og meðal fyrirlesara er Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga og þróunarsviðs Ferðamálastofu. Umræðunum stýrir Dr. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands.

Dagskrá málstofunnar .pdf


Athugasemdir