Alþjóðleg ráðstefna um hátíða- og viðburðahald haldin í Reykjavík

Alþjóðleg ráðstefna um hátíða- og viðburðahald haldin í Reykjavík
Reykjavík

Nú styttist óðum í alþjóðlega ráðstefnu um hátíða- og viðburðahald sem haldin verður í Reykjavík dagana 27. - 29. febrúar næstkomandi. Um er að ræða árlega ráðstefnu IFEA samtakanna - International Festivals and Events Association, sem nú er haldin í fyrsta skipti á Íslandi. Nú þegar hafa á annað hundrað manns skráð sig og koma þeir víðs vegar að úr heiminum.

IFEA samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum 1956 en hafa vaxið þannig að nú eru starfrækt sjálfstæð IFEA samtök í Evrópu, Ástralíu og víðar. Til Reykjavíkur koma þátttakendur bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum til að fræðast og ræða um hátíðir og viðburði og um leið kynnast Reykjavík og því öfluga menningarstarfi sem hér þrífst.

Fyrirlesarar í fremstu röð
Margir fyrirlesarar, sem eru í fremstu röð í faginu, munu flytja erindi og eða stjórna pallborðsumræðum á ráðstefnunni. Meðal þeirra eru:

Dragan Klaic er stjórnarmeðlimur í Felix Meritis Foundation í Amsterdam. Hann er doctor frá Yale háskóla og kennir Lista og menningastjórnun í Háskólanum í Leiden auk þess að vera eftirsóttur fyrirlesari. Fyrirlestur hans ber heitið: Artistic Festivals: How Creative, How Intercultural ?

Dr. Joe Goldblatt er einn fremsti kennari á heimsvísu í hátíðar og viðburðarstjórnun og starfar sem slíkur við Queen Margaret University in Edinborg, Skotlandi. Hann mun fjalla um framtíð hátíða og viðburða í Evrópu undir heitinu ?An Atlas for 21st Century Eventologists?.

Lorna Clarke er stjórnandi BBC Electric Proms tónlistarhátíðarinnar auk þess sem hún er yfirstjórnandi viðburða hjá BBC 1Xtra.

Jaume Bernadet hefur áratuga reynslu af stjórnun skrúðgangna af ýmsum toga víða um heim. Hann er auk þess þátttakandi í Comediant´s Creation Center La Vinya sem heldur úti námskeiðum fyrir alþjóðleg götuleikhús. Umfjöllunarefni hans mun verða Göngur í fjölþjóðlegu umhverfi.

Johan Moerman er stjórnandi Rotterdam Festivals. Hann hefur áratuga reynslu af hátíðastjórnun og er einn af stjórnarmeðlimum IFEA World. Hann mun fjalla um hvort hægt sé að stjórna sköpun þannig að hún nýtist samfélaginu.

Madani Younis, stjórnandi Red Ladder Theatre Company´s Asian Theatre School / Freedom Studios mun fjalla um áhrif fjölþjóðlegrar menningar á nútímalist. Fyrirlesturinn ber heitið ?The place I call home?.

Richard Hadley er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og mun fjalla um hvernig þróa megi áhorfendahópa og viðhalda þeim.

Moniek Hover fyrirlesari í ímyndarsköpun við NHTV International University of Applied Sciences, Academy of Leisure í Hollandi mun fjalla um ímyndarsköpun eða hvaða aðferð má nota til að skilja og móta merkingarbæra upplifun.

Max Dager forstjóri Norræna Hússins hefur víðtæka reynslu af menningarstjórnun og fjallar um kosti og galla menningarlegrar heimsvæðingar á skapandi iðnað hvað varðar  samkeppni og möguleika og nauðsyn á að ná til nýrra og ólíkra þátttakenda.

Agnieszka Wlazel er margverðlaunaður kvikmyndagerðarmaður. Fyrirlestur hennar nefnist: ?River//Cities ? Creative Connections?.

Sérstakir fyrirlestrar 27. febrúar
Miðvikudaginn 27. febrúar fara fram tveir fyrirlestar með úrvals fyrirlesurum.

Sylvia Allen er stjórnandi einnar helstu markaðsskrifstofu Bandaríkjanna varðandi hátíðir og viðburði og mun fyrirlestur hennar fjalla um bakhjarla og styrktaraðila.

Allan Wenius Grige er eigandi CACC, Copenhagen Arts & Culture Consult og stjórnarformaður Evrópudeildar IFEA. Fyrirlestur hans sem ætlaður er stjórnendum menningarstofnana mun fjalla um vandamál sem upp kunna að koma þegar koma á á samskiptum við listamenn frá ólíkum menningarheimum.

Skráning og nánari upplýsingar
Skráning fer fram á http://ifeaeurope.com/reykjavik og þar eru einnig nánari upplýsingar um ráðstefnuna auk dagskrár. Ráðstefnugjaldið fyrir meðlimi IFEA er 39.000.- en fyrir aðra er verðið 47.900.- Fyrir fyrirlestrana 27. febrúar er hins vegar greitt sérstaklega. Verðið er 100 evrur á hvorn.

Frekari upplýsingar veita Ása Sigríður Þórisdóttir (asa@reykjavik.is) og Heiðrún Hákonardóttir (heidrun.hakonardottir@reykjavik.is)

 


Athugasemdir