Nýr bæklingur Cruise Iceland

Nýr bæklingur Cruise Iceland
Cruise Iceland forsíða 2008

Út er kominn nýr bæklingur samtakanna Cruise Iceland. Þetta er annar bæklingurinn frá stofnun samtakanna árið 2004 en sá fyrri kom út árið 2006.

Bæklingurinn er 36 síður. Í honum er áhersla lögð á að kynna alla þá aðila sem eru í Cruise Iceland og þá þjónustu sem þeir bjóða, svo og áfangastaðinn Ísland, undir yfirskriftinni Iceland ? your natural cruise destination. Bæklingnum er fyrst og fremst ætlað að vera markaðstæki í þeirri sókn sem Ísland er á þessum vettvangi. Bæklingurinn er prentaður í 4.000 eintökum og verður dreift af Lloyd?s Cruise fyrir Seatrade sýninguna í Miami nú í mars. Seatrade sýningin er fagsýning aðila úr skemmtiferðaskipageiranum og verður Cruise Iceland þar með bás fyrir Íslands hönd.

Skoða bækling Cruise Iceland (PDF)

 


Athugasemdir