Færni í ferðaþjónustu - ný námsskrá

Færni í ferðaþjónustu - ný námsskrá
Færni í ferðaþjónustu

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur nýlega gefið út nýja námskrá fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu, Færni í ferðaþjónustu I . Námskráin er sú fyrsta í röðinni í heildstæðu námi fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu.  Námskráin er metin til styttingar náms í framhaldsskóla um 5 einingar.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins  ehf. var stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í desember 2002. Hlutverk hennar er að vera samstarfsvettvangur stofnaðilanna   um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir á vegum aðildarsamtaka ASÍ og SA. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins vinnur skv. samþykktum og þjónustusamningi sem gerður hefur verið við menntamálaráðuneytið. Starfsemi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins beinist að þeim sem ekki hafa lokið námi úr framhaldsskóla með það að markmiði að veita starfsmönnunum tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði.

Skoða námsskrána (PDF)

 


Athugasemdir