Fara í efni

Mikil fjölgun ferðamanna fyrri hluta ársins - Stefnir í 500.000 ferðamenn í ár

Hver
Hver

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um rúm 19% fyrstu 6 mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð. Mikil aukning var í júní síðastliðnum en þá fjölgaði ferðamönnum um fjórðung á milli ára. Í júní er aukning frá öllum markaðsvæðum.

Frá áramótum til júníloka voru erlendir ferðamenn sem fóru um Leifsstöð 177.831 talsins, samborið við 149.132 í fyrra. Lítilháttar fækkun er frá Bandaríkjunum en fjölgun frá öllum öðrum mörkuðum. Á fyrstu sex mánuðunum eru Bretar fjölmennastir en Bandaríkjamenn og Danir í öðru og þriðja sæti eins og í fyrra.

Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu kemur vöxturinn ekki á óvart en því hefur verið spáð að í lok árs hafi hingað komið yfir 500.000 erlendir ferðamenn í fyrsta sinn. ?Jafnt og þétt hefur orðið mikil aukning á sætaframboði í flugi, einkum til og frá Evrópu, Norðurlöndum og Bretlandi.  Aukið gistirými hefur fylgt með og stöðug markaðssetning hefur farið fram á öllum mörkuðum? segir Ársæll.

Frekari upplýsingar: arsaell@icetourist.is

Frá áramótum
  2006 2007 Mism. %
Bandaríkin                     25.083 22.746 -2.337 -9,3%
Bretland                       28.432 34.255 5.823 20,5%
Danmörk                        14.448 17.053 2.605 18,0%
Finnland                       3.407 4.032 625 18,3%
Frakkland                      6.883 7.059 176 2,6%
Holland                        4.254 5.252 998 23,5%
Ítalía                         2.099 2.674 575 27,4%
Japan                          2.713 2.803 90 3,3%
Kanada                         1.436 2.215 779 54,2%
Kína 0 2.521    
Noregur                        12.111 15.796 3.685 30,4%
Pólland 0 5.520    
Rússland 0 220    
Spánn                          1.363 1.909 546 40,1%
Sviss                          1.411 1.704 293 20,8%
Svíþjóð                        10.958 13.326 2.368 21,6%
Þýskaland                      11.521 12.360 839 7,3%
Önnur þjóðerni