Fréttir

Íslensk ferðaþjónusta kynnt á ITB í Berlín

Internationale Tourismus-Börse (ITB), sem er ein stærsta ferðasýning í heimi hefst á morgun í Berlín og stendur fram á sunnudag. Íslensk ferðaþjónusta verður þarna kynnt með öflugum hætti, eins og jafnan áður. Sýningin er haldin árlega, nú í 31. sinn og hefur Ferðamálastofa tekið þátt í henni nánast frá upphafi. Að þessu sinni kynna 17 ferðaþjónustufyrirtæki þjónustu sína á íslenska sýningarsvæðinu. Starfsfólk Ferðamálastofu í Frankfurt hefur veg og vanda að undirbúningi fyrir Íslands hönd og skipuleggur þátttökuna. Auk fyrirtækja sem taka þátt sem sýnendur koma einnig þó nokkur fyrirtæki í viðskiptaerindum frá Íslandi. Þátttakendur frá um 150 löndum eru mættir til Berlínar og því ljóst að samkeppnin um ná hylli ferðamanna er hörð. Skandinavian Travel AwardLíkt og undanfarin ár verða ferðaverðlaunin Skandinavian Travel Award veitt á ITB. Að verðlaununum stendur tímaritið Nordis-Magazin í samvinnu við Ferðamálaráð Norðurlandanna. Markmið Skandinavian Travel Award er að verðlauna framúrskarandi nýjungar, góða þjónustu og árangursríka markaðssetningu í ferðaþjónustu Norður-Evrópu. Verðlaunin veita jafnframt verðlaunahöfum aukna athygli fjölmiðla og staðfesta gildi þess að gera vel. Dómnefndina skipa ferðablaðamenn, markaðssérfræðingar og f ferðasérfræðingar. Þó nokkur íslensk fyrirtæki hafa hlotið verðlaunin. Listi yfir fyrirtæki á ITB 2007 (PDF-skjal)  
Lesa meira

Mikil aukning hótelgistingar í janúar

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í janúar. Gistinæturnar rúmlega 50700 en voru 40400 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 10300 nætur eða 26%. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi þar sem fjöldinn stóð í stað. Aukningin var hlutfallslega mest á Austurlandi þar sem gistinætur nánast þrefölduðust, fóru úr 700 í 2.000 milli ára. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um 27%, úr 2.100 í 2.700. Á höfuðborgarsvæðinu nam fjölgunin 25% í janúar, en fjöldi gistinátta fór úr 31.400 í 39.100 milli ára. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum úr 4.500 í 5.200, eða um 15%. Tölur fyrir þessa landshluta eru lagðar saman og birtar í einu lagi vegna þess hve gististaðir á Suðurnesjum og Vestfjörðum eru fáir. Á Norðurlandi stóð fjöldi gistinátta í janúar í stað milli ára og var 1.700. Gistinóttum útlendinga fjölgaði um 34% og Íslendinga um 9%.  Útlendingar vega þó þyngra þar sem gistinætur þeirra eru tæp 72% af heildarfjölda gistinátta á hótelum í janúar. Gistirými á hótelum í janúarmánuði jókst milli ára. Fjöldi herbergja fór úr 3.346 í 3.762, 12% aukning og fjöldi rúma úr 6.839 í 7.648, 12% aukning.  Hótel sem opin voru í janúar síðastliðnum voru 70 en 65 í sama mánuði árið 2006. Hagstofan vekur athygli á að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Tölur fyrir 2006 og 2007 eru bráðabirgðatölur, segir í frétt Hagstofunnar. Frekara talanaefni um gistinætur er á vef Hagstofunnar  
Lesa meira

Áframhaldandi fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll í febrúar

Rúmlega 103 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum febrúarmánuði, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta er tæplega 11% fjölgun farþega á milli ára, það er miðað við febrúar í fyrra. Frááramótum hefur farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgað um tæp 10% eða um 18.900 farþega. Farþegar á leið frá landinu voru 41.389 í febrúar síðastliðnum, fjölgaði um 11% á milli ára. Á leið til landsins voru 41.022 farþegar og fjölgaði þeim um 12,5% miðað við febrúar í fyrra. Áfram- og skiptifarþegar (transit) voru tæplega 11 þúsund og fjölgar aðeins. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.   Febr. 07. YTD Febr.06. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 45.947 93.497 41.389 84.140 11,01% 11,12% Hingað: 46.151 90.312 41.022 79.280 12,50% 13,92% Áfram: 3.642 6.156 729 2.204 399,59% 179,31% Skipti. 7.279 18.016 9.828 23.495 -25,94% -23,32%   103.019 207.981 92.968 189.119 10,81% 9,97%
Lesa meira

Samkeppnisstaða ferðaþjónustunnar á Íslandi

Íslandi er í fjórða sæti af 124 þjóðlöndum varðandi samkeppnishæfni ferðaþjónustu samkvæmt könnun Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar (WEF). Samkeppnisvísitalan er reiknuð út frá mörgum flokkum og er áhugavert að skoða að mjög mismunandi er á milli flokka hvar á listanum Ísland raðast. Samkeppnisvísitala ferðaþjónustunnar Markmið samkeppnisvísitölu ferðaþjónustunnar (TTCI), er að mæla þá þætti og stefnumótun sem gera þróun ferðaþjónustunnar að álitlegum kosti í mismunandi löndum. TTCI-vísitalan er samsett úr alls 13 þáttum sem síðan er skipt í 3 undirflokka, eða undirvísitölur. Þessar undirvísitölur eru: (1) regluumgjörð ferðaþjónustu, (2) rekstrarumhverfi og skipulag ferðaþjónustu og (3) mannauður, menningarlegar og náttúrulegar auðlindir ferðaþjónustu. Fyrsta undirvísitalan nær yfir þá þætti sem tengjast stefnumótun og falla almennt undir verksvið opinberrar stjórnsýslu (stefnumótandi reglur og reglugerðir, umhverfisreglugerðir, öryggi og forgangsröðun ferðaþjónustu); önnur undirvísitalan nær yfir þætti í rekstrarumhverfinu og skipulagi hvers hagkerfis (skipulag loftsamgangna, skipulag samgangna á jörðu, skipulag ferðamála, skipulag upplýsinga- og fjarskiptatækni og verðsamkeppnishæfni); og þriðja undirvísitalan nær yfir mannlega og menningarlega þætti í auðlindum hvers lands (mannauður, sýn þjóðarinnar á ferðamennsku og náttúruleg og menningarleg verðmæti). Skiptinguna og hvar Ísland raðast í einstökum flokkum má sjá í töflunni hér að neðan Undirvísitölur Þættir Sæti Íslands Reglugerðaumgjörð 5. sæti Stefnumótandi reglur og reglugerðir  36 Umhverfisreglugerðir  12 Öryggi  3 Heilbrigði og hreinlæti  4 Forgangsröðun ferðaþjónustu  10 Rekstrarumhverfi og skipulag8. sæti Skipulag loftsamgangna  13 Skipulag samgangna á jörðu niðri  29 Skipulag ferðamennsku  10 Skipulag upplýsinga- og fjarskiptatækni  2 Verðsamkeppnishæfni í ferðamálaiðnaðinum  108 Mann- og menningarlegar auðlindir 5. sæti Mannauður  3 Sýn þjóðarinnar á ferðamennsku  49 Náttúruleg og menningarleg verðmæti  22 Ánægjuleg niðurstaða? Það er alltaf ánægjulegt þegar Ísland lendir ofarlega í samanburði við önnur lönd hvað varðar ferðaþjónustu ekki síst þegar til þess er litið að þetta er mesta samkeppnisgrein í heimi?, segir Magnús Oddsson ferðamálstjóri. ?Þarna er verið að bera saman alls 13 mismunandi þætti sem snúa að ferðafólki og að Ísland skuli verða t.d. í 10 sæti af 124 löndum í þessum alþjóðlega samanburði hvað varðar skipulag ferðamennsku almennt kemur skemmtilega á óvart, þar sem við eru þar að keppa við allar mestu ferðamannaþjóðir heims sem hafa gífurlega langa hefð í þessari þjónustu og skipulagi ferðamennsku. Þá erum við komin í 2. sæti þegar litið er til skipulags upplýsinga- og fjarskiptamála, sem er einmitt einn af þeim þáttum sem skipta ferðafólk svo miklu máli ásamt gæðum grunnþátta eins og öryggis, heilbrigðiskerfis og fleiru þar sem Ísland lendir í efstu sætum? segir Magnús Iðntæknistofnun er samstarfsaðili WEF hér á landi. Frekari upplýsingar um könnunina ásamt örðum gögnum er snerta samkeppnishæfni Ísland má finna á vefsíðu Iðntæknistofnunar.  Að lokum fylgir hér listi fyrir 20 efstu löndin. 1. Sviss2. Austurríki3. Þýskaland4. Ísland5. Bandaríkin6. Hong Kong7. Kanada8. Singapor9. Luxemborg10. Bretland 11. Danmörk12. Frakkland13. Ástralíka14. Nýja-Sjáland15. Spánn16. Finnland17. Svíþjóð18. Sameinuðu arabísku furstadæmin19. Holland20. Kýpur
Lesa meira

Staða og framtíð ferðaþjónustu á Austurlandi

Þann 1. mars næstkomandi gangast Ferðamálasamtök Austurlands fyrir málþingi um stöðu og framtíð ferðaþjónustu á Austurlandi undir yfirskriftinni ?Fjólublá hreindýr?. Málþingið er haldið í Herðubreið, Seyðisfirði. Meðal dagskrárliða má nefna erindi Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu, um markaðssetningu Íslands og vægi Austurlands. Þá verður yfirferð og umræður um greinageð sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar unnu um ferðamenn á Austurlandi. Skýrslu með niðurstöðum úr könnuninni má finna á www.austur.is Dagskráin er annars sem hér segir. Dagskrá:10:30 Ólafur Hr. Sigurðsson, bæjarstjóri ? ávarp.10.40 Ársæll Harðarson, markaðsstjóri Ferðamálastofu? Markaðssetning Íslands og vægi Austurlands.11.00 Rögnvaldur Guðmundsson, Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar? Greinargerð um ferðamenn á Austurlandi 2005 ? meginniðurstöður og ályktanir.11.30 Álitsgjöf á niðurstöðum rannsóknar.Pallborð: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Háskólanum HólumSkúli Björn Gunnarsson, Gunnarsstofnun.Þorleifur Þór Jónsson, Samtökum ferðaþjónustunnar.Þorvarður Árnason, Háskólasetrinu á Höfn. 12.10 Hádegisverður ? óformlegar umræður 13.00 Umræður um niðurstöðurnar.13.30 Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar ?SAF.? Falinn fjársjóður?14.00 Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans Hólum? Framtíð ferðaþjónustu á landsbyggð ? (innlegg í hópavinnu).14.30 Hópavinna: Austurland 2015.15.15 Niðurstöður kynntar. 15.30 Kaffi -Tækifæri í ferðaþjónustu á Austurlandi16.00 Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferðamála, Höfuðborgarstofu? Markviss markaðssetning (mikilvægi samstöðu höfuðborgar og landsbyggðar).16.35 Þorvarður Árnason, Háskólasetrinu á Höfn? Vatnajökulsþjóðgarður.17.00 Umræður.17.30 Fundarslit.18.00-19.30 Leiðsögn um bæinn.20:30 Kvöldverður Fundarstjóri Stefán StefánssonNánari upplýsingar um ráðstefnuna gefastarfsmenn Þróunarfélags Austurlandsí síma 471-2545. Mynd: Úr Atlavík, af vefnum www.east.is  
Lesa meira