Kaupendur hvataferða á Experience Iceland
30.03.2007
Experience Iceland 2007
Erlendir kaupendur sem leita að nýjum áfangastöðum til hvataferða fjölmenntu hingað til lands í síðustu viku til að taka þátt í verkefninu Experience Iceland, Incentive Seminar, sem er samstarfsverkefni Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Icelandair. Verkefnið var nú haldið í sjötta sinn og alls komu hingað 17 þátttakendur frá 7 löndum.
|
Gengið á Sólheimajökul. |
Experience Iceland, Convention Seminar verður svo haldið í síðustu vikunni í september en þar verður áherslan lögð á að kynna fyrir kaupendum það sem Ísland hefur upp á að bjóða er kemur að fundum og ráðstefnum.