Kaupendur hvataferða á Experience Iceland

Kaupendur hvataferða á Experience Iceland
Experience Iceland 2007

Erlendir kaupendur sem leita að nýjum áfangastöðum til hvataferða fjölmenntu hingað til lands í síðustu viku til að taka þátt í verkefninu Experience Iceland, Incentive Seminar, sem er samstarfsverkefni Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Icelandair. Verkefnið var nú haldið í sjötta sinn og alls komu hingað 17 þátttakendur frá 7 löndum.

Gengið á Sólheimajökul.

Að sögn Önnu R. Valdimarsdóttur verkefnastjóra er Experience Iceland orðið fastur punktur hjá þeim fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem starfa á ráðstefnu-, funda- og hvataferðamarkaðinum. ?Þátttakendum var boðið að kynnast því sem Ísland hefur upp á að bjóða í þessum efnum; þeir fóru í sannkallaða ævintýraferð, kynntust íslenskri veðráttu af eigin raun og komust að því að hér er vel hægt að upplifa frábæra skemmtun þó svo að veðrið sé ekki upp á sitt besta.  Kaupendurnir hittu einnig aðildarfélaga að Ráðstefnuskrifstofunni og kynntust því sem þau hafa upp á að bjóða.  Þetta er verkefni þar sem fólk sameinast um að kynna fyrir þessum hópi hvað Ísland hefur að bjóða ? og það tókst vel í þessu sameiginlega hagsmunamáli okkar allra.  Þátttakendurnir voru mjög hrifnir og ánægðir eftir stífa dagskrá sem endaði svo uppi á efstu hæðinni í nýja turninum á Grand Hótel.? 

Experience Iceland, Convention Seminar verður svo haldið í síðustu vikunni í september en þar verður áherslan lögð á að kynna fyrir kaupendum það sem Ísland hefur upp á að bjóða er kemur að fundum og ráðstefnum.

 


Athugasemdir