Fara í efni

Ásborg fékk Afrekshornið

Ásborg fékk afrekshornið
Ásborg fékk afrekshornið

Búnaðarfélag Biskupstungna veitir árlega afrekshorn félagsins. Að þessu sinni varð fyrir valinu Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, fyrir störf sín að ferðamálum. 

Uppsveitir Árnessýslu ná yfir fjögur sveitarfélög frá Þingvöllum að Þjórsá;  Grímsnes- og Grafningshrepp, Bláskógabyggð, Hrunamannahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp.  Uppsveitirnar starfa saman í ýmsum málaflokkum þar á meðal ferðamálum og stefnumótun á þeim vettvangi og embætti ferðamálafulltrúa átti 10 ára afmæli á síðasta ári.

Mynd: Formaður Búnaðarfélags Biskupstungna, Óttar Bragi Þráinsson, veitti Ásborgu verðlaunin.