Fara í efni

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði stofnað

Skagafjörður
Skagafjörður

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði var stofnað á fundi ferðaþjónustuaðila sem haldinn var á Hótel Varmahlíð fyrr í mánuðinum. Kosið var í stjórn og starfsreglur félagsins samþykktar.

Í fréttatilkynningu segir að á fjölmennum fundi ferðaþjónustunnar sem haldinn var 28. febrúar sl. var settur á laggirnar undirbúningshópur sem ætlað var að leggja grunninn að stofnun félagsins og kynna sér hvernig staðið er að ferðamálum á opinberum vettvangi í Skagafirði.  Undirbúningshópurinn lagði til að stofnað yðri  Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði og lagði fram tillögu að starfsreglum þess sem samþykktar voru á stofnfundinum þann 14. mars sl.

Félagið er hagsmuna- og samstarfsvettvangur ferðaþjónustunnar í Skagafirði og meðal helstu markmiða þess er að:
? virkja og hvetja til samstarfs ferðaþjónustuaðila í Skagafirði
? virkja stoðkerfi atvinnugreinarinnar betur og markvissar
? hvetja til vöruþróunar í ferðamennsku í Skagafirði
? vinna að ímyndarsköpun fyrir Skagafjörð í samstarfi við aðra aðila.
? vera sameiginlegur málsvari ferðaþjónustuaðila í Skagafirði

Kosin var þriggja manna stjórn og hana skipa Svanhildur Pálsdóttir Hótel Varmahlíð,  Steinn L. Sigurðsson frá Hópferðabílum Skagafjarðar og Magnea K. Guðmundsdóttir á Varmalæk.  Eitt af fyrstu verkefnum stjórnar verður að ná til þeirra ferðaþjónustuaðila sem ekki sáu sér fært að mæta á stofnfundinn og hvetja þá til þess að ganga í félagið.  Áhugasamir geta nálgast nánari upplýsingar um félagsskapinn og/eða skráð sig í félagið með því að senda tölvupóst á svanhild@hotelvarmahlid.is