19.03.2007
Þátttaka Íslands á ITB ferðasýningunni í Berlín tókst með miklum ágætum í ár. Auk Ferðamálastofu kynntu 18 fyrirtæki þjónustu sýna á íslenska sýningarsvæðinu og var mikil umferð alla sýningardagana.
Sýningin er talin stærsta ferðasýning í heimi og skiptist í tvennt. Fyrri þrjá dagana er aðeins opið fyrir fagaðila en síðan fyrir almenning tvo síðustu dagana. Samkeppnin er mikil því í ár tóku þátt tæplega 11.000 sýnendur frá 184 löndum og að sjálfsögðu keppist hver og einn við að sýna sitt besta. Aðstandendur sýningarinnar fögnuðu nýju aðsóknarmeti en í ár sóttu um 109 þúsund faggestir og um 68 þúsund almennir gestrir sýninguna. Einnig hefur þeim fjölgað verulega sem koma erlendis frá, þ.e. utan Þýskalands, og voru í ár 43% fagaðila komnir lengra að.
Viðamikill undirbúningur sýningarinnar er unninn í samstarfi markaðssviðs Ferðamálastofu og starfsfólks Ferðamálastofu í Frankfurt. Ísland var á sínum stað í höll 18, ásamt hinum Norðurlöndunum, og höfðu starfsfólk Ferðamálastofu og fulltrúar íslensku fyriritækjanna í mörg horn að líta á meðan sýningu stóð. À sunnudeginum 11. mars var svo bein útsending Deutschlandradio frá sýningarsvæði Íslandsstands í 1 ½ klukkustund, þar sem m.a. Òlafur Davíðsson, sendiherra Ìslands í Berlín, og Davíð Jóhannsson forstöðumaður Ferðamálstofu í Frankfurt, voru í viðtali. Einnig var rætt við stórsöngkonuna Arndísi Höllu Àsgeirsdóttur en tónlist af nýútkomnum diski hennar var flutt í útsendingunni.
Að sögn Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu, hefur Ísland mörg undanfarin ár verið í samfloti með öllum hinum Norðurlöndunum en það heldur kostnaði niðri auk þess sem Ísland er þar af leiðandi með mun betri staðsetningu en ella væri mögulegt. Þess má geta að komin er dagsetning á ITB 2008 og verður sýningin haldin 5.-9 mars.
Skandivavian Travel AwardSamkvæmt venju voru Skandivavian Travel Award afhent í tengslum við sýninguna. Verðlaun eru veitt í tveimur flokkum, "Nýjung" og "Árangur". Þrjú íslensk verkefni voru tilnefnd að þessu sinni. Sjávarþorpið Suðureyri, Saga Trails og Pompey Norðursins og náði hið síðastnefnda á topp 10 lista fyrir "Nýjungar.
Tilnefningar til Skandivavian Travel Award 2007 (Excel)
Topp 10 í hvorum flokki (PDF)
Òlafur Davíðsson, sendiherra Ìslands í Berlín, í viðtali í beinni útsendingu Deutschlandradio.
Davíð Jóhannsson, forstöðumaður Ferðamálstofu í Frankfurt, í viðtali.
Rut Bobrich, viðskiptafulltrúi í íslenska sendiráðinu; Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair; Ólafur Davíðsson sendiherra; Auður Edda Jökulsdóttir sendiráðunautur og Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu.
Það var jafnan líf og fjör á íslenska sýningarsvæðinu.
Frá íslenska sýningarsvæðinu.
Íslenska sýningarsvæðið.
Lesa meira
16.03.2007
Höfuðborgarstofa (Visit Reykjavik) er meðal fimm markaðsskrifstofa borga sem tilnefndar eru í ár til verðlaunanna ,,European City Tourism Organisation of the Year?, eða Evrópsk markaðsskrifstofa ársins, og eru veitt af markaðssamtökum evrópskra borga (European Cities Marketing).
Markaðsskrifstofurnar í hinum borgunum fjórum sem tilnefndar eru ásamt Höfuðborgarstofu í Reykjavík, eru Wonderful Copenhagen í Kaupmannahöfn, Göteborg & Co í Gautaborg, The Mersey Partnership í Liverpool og Valencia Tourism & Convention Bureau íValencia. Frá þessu segir í frétt frá Höfuðborgarstofu.
Markmið verðlaunanna er að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur og fagmennsku meðal evrópskra borga og markaðsskrifstofa þeirra sem starfa að því að kynna sína borg sem spennandi áfangastað fyrir ferðamenn. Dómarar leituðu sérstaklega eftir markaðsskrifstofum borga sem leggja mikla áherslu á að koma til móts við þarfir ferðamanna, vinna að sjálfbærri þróun ferðamála og sýna fram á skilvirka notkun fjármuna og mælanlegan árangur í starfi.
Verðlaunaafhendingar fyrir Evrópska ferðamannaborg ársins og Markaðsskrifstofu ársins fara fram í fyrsta skipti í ár, þann 13. júní í Aþenu á ársfundi samtakanna. Í samtökunum sem tilnefna Höfuðborgarstofu eru 130 borgir frá 30 löndum og er því tilnefningin mikil viðurkenning á því starfi sem fer fram á vettvangi ferðamála hjá Reykjavíkurborg.
Um Höfuðborgarstofu Höfuðborgarstofa tók til starfa í ársbyrjun 2003 og sinnir hún þríþættum verkefnum fyrir hönd Reykjavíkurborgar; almennum ferða- og kynningarmálum Reykjavíkur, rekstri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík. Höfuðborgarstofa ber auk þess ábyrgð á skipulagi og framkvæmd ýmissa lykilviðburða á vegum borgarinnar, s.s. Vetrarhátíðar, Ferðalangs á heimaslóð, Menningarnætur og fleiri ásamt því að stuðla að margbreyttri viðburðaflóru í borginni með ýmsum hætti.
Um European Cities Marketing European Cities Marketing (Markaðssamtök evrópskra borga) eru aðildarsamtök 130 borga frá 30 löndum í Evrópu. Markmið samtakanna er að byggja tengslanet, efla samstarf og koma á framfæri hagsmunum ferðaþjónustunnar í evrópskum borgum.
Fyrir frekari upplýsingar sjá www.europeancitiesmarketing.com.
Um verðlaunin European Cities Tourism veitir í fyrsta skipti í ár tvenn verðlaun, annars vegar fyrir Ferðamannaborg ársins (European Tourism City of the Year) og hinsvegar fyrir Evrópska markaðsskrifstofu ársins (European City Tourism Organisation of the Year). Höfuðborgarstofa er tilnefnd í seinni flokknum. Við val á Evrópsku markaðsskrifstofu ársins er tekið tillit til eftirfarandi í starfsemi skrifstofunnar:
· Leiðtogahæfni · Stefnumótun: markmið, gildi osfrv. · Samstarf hins opinbera og einkageirans · Mælingar, greiningar og þekkingarstjórnun · Markaðsherferðir · Ýmis ferli s.s. innan vöruþróunar, gæðamála og upplýsingatæknimála · Starfsmannamál · Fjármálastjórnun
Dómarar fyrir verðlaunin eru þekktir og virtir einstaklingar úr alþjóðlega ferðageiranum:
· Paul Dubrule, Accor Group · Robin Kamark, SAS · Richard Tibbott, Locum Consulting · Rolf Freitag, IPK International · Elizabeth Jeffreys, Jersey Tourism
Lesa meira
15.03.2007
Icelandair leitar að samstarfsaðila með hugmynd að vöru eða viðburði sem höfðað getur til erlendra ferðamanna. Vöruna eða viðburðinn þarf að vera hægt að bjóða upp á frá september 2007.
Sá er leggur fram bestu hugmyndina af þessu tagi hlýtur nafnbótina Frumkvöðull Icelandair (Icelandair Pioneer Award Winner) og verður afurðin sem slík tekin undir verndarvæng Icelandair og markaðssett erlendis á vefsíðum félagsins. Verðlaunin eru 500.000 krónur og 10 farseðlar sem gilda á leiðum Icelandair til að kynna vöruna eða viðburðinn erlendis.
Tillögum skal skila í síðasta lagi þann 22. mars 2007, á einu A4-blaði, á frumkvodull@icelandair.is eða póstsenda með utanáskriftinni:Frumkvöðlaverðlaun Icelandair, Aðalskrifstofa Icelandair,Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík.
Lesa meira
12.03.2007
Alls bárust Ferðamálastofu 131 umsókn um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum á yfirstandandi ári en auglýst var eftir umsóknum um styrki í desember síðastliðnum. Umsóknirnar voru afgreiddar af starfsfólki Ferðamálastofu og hlutu 62 verkefni styrk að þessu sinni.
Til úthlutunar voru um 48 milljónir króna sem skiptast í fjóra flokka. Við úthlutun að þessu sinni var sérstaklega horft til úrbóta í aðgengismálum á áninga- og útivistarstöðum. Umsóknir hljóðuðu uppá samtals 217.822.500- krónur.
Minni verkefniÍ flokknum minni verkefni gátu styrkir að hámarki numið 500 þúsund krónum. Alls bárust 75 umsóknir en 38 aðilar fengu styrk, samtals að upphæð 10.700.000. Af því leiðir að mörgum verðugum verkefnum varð að hafna að þessu sinni. Þetta er sama reynsla og fengist hefur á undangengnum árum þar sem fjárhæð umsókna hefur verið margföld sú upphæð sem verið hefur til ráðstöfunar.
Stærri verkefni á fjölsóttum ferðamannastöðumÍ flokkinn stærri verkefni á fjölsóttum ferðamannastöðum bárust 21 umsóknir og hlutu 9 verkefni styrk, samtals að upphæð 17.100.000 krónur.
Uppbygging á nýjum svæðumÍ þriðja flokkinn, uppbygging á nýjum svæðum, bárust 35 umsóknir. Úthlutað var 10.900.000- krónum sem skiptast á 9 verkefni.
Aðgengi fyrir allaÍ fjórða flokkinn aðgengi fyrir alla voru valin verkefni sem sérstaklega miða að því að bæta aðgengi að útivistarstöðum með tilliti til aðgengis hreyfihamlaðra. Sex verkefni fá styrk til þessara verkefna að upphæð 9.200.000-. Að auki má segja að um 15 verkefni, úr hinum flokkunum, sem hlutu styrki stuðli að einhverju leiti að bættu aðgegni.
Náttúran í forgangiTil viðmunar við úthlutun er stuðst við reglur um forgangsröðun styrkja sem fylgt hefur verið síðustu ár. Mikilvægi verkefna er vegið eftir því hver áhrif framkvæmdarinnar eru á náttúru og umhverfi. Í meginatriðum er flokkunin eftirfarandi: 1. Náttúruvernd2. Upplýsingar og öryggismál3. Áningarstaðir4. Annað
Verkefni sem stuðla að náttúruvernd eru því forgangsverkefni. Einnig er reynt að fylgja eftir því opinbera markmiði sem fram kemur í Ferðamálaáætlun 2006 -2015 að uppbygging ferðaþjónustunnar skuli taka mið af sjálfbærri þróun í samfélaginu.Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu, segir að heldur færri umsóknir hafi verið í ár og muni þá elst um að færri eru að ?kasta? inn umsóknum á síðustu stundu, oft á tíðum ófullkomnum og lítt úthugsuðum hugmyndum. Umsóknarferlið hafi gengið nokkuð vel fyrir sig í ár og greinilegt að undirbúningur verkefna batnar með hverju árinu "Það er ljóst að mörg verðug verkefni verða að bíða að þessu sinni og vissulega er alltaf erfitt að geta ekki orðið við góðum umsóknum," segir Valur.
Minni styrkir:
Sveitarfélag / svæði
Verkefni
Umsækjendur
Styrkur
Ýmsir staðir
Hreinsun strandlengjunnar
Veraldarvinir
400.000
Borgarfjörður eystri / Víknaslóð
Göngukort um Víknaslóð
Ferðamálahópurinn á Borgarfirði
500.000
Seyðisfjörður
Göngubrú yfir Vestdalsá
Gönguklúbbur Seyðisfjarðar
300.000
Seyðisfjörður / Skálanes
Öryggisúrbætur á bjargbrún
Skálanessetur ehf.
250.000
Hérað / Lagarfljót
Upplýsingaskilti um Lagarfljótsorminn
Omsskrínið
200.000
Hérað / Fljótsdalur
Merking gönguleiða í Fljótsdal
Ferðamálanefnd Fljótsdalshrepps
250.000
Djúpivogur / Papey
Endurbætur á lendingaaðstöðu
Papeyjarferðir ehf.
500.000
Álftafjörður / Lón
Söguskilti - Þvottá og Bæ í Lóni
Gísli Sv. Árnason
250.000
Hornafjörður / Lónsöræfi
Salerni á Illakambi
Ferðafélag A - Skaftafellssýslu
200.000
Hornafjörður / Sultartungnagil
Upplýsinga- og varðúðarskilti
Ís og Ævintýri ehf.
250.000
Húnaþing vestra / Miðfjörður
Göngustígar -Ásdísarlundur/Króksstaðakatlar
Kvenfélagið Iðja
150.000
Dalvíkurbyggð / Árskógsströnd
Aðgengi að sögustað
Sveinn Jónsson
200.000
Eyjafjörður / Hrísey
Göngustígar um Hrísey
Markaðsráð Hríseyjar
250.000
Kjósahreppur
Uppl. göngu- og reiðleiðaskilti af Kjósahreppi
Kjósahreppur
250.000
Reykjavík / Viðey
Hvíldarsvæði við gönguleiðir
Reykjavíkurborg
400.000
Flóahreppur
Fræðsluskilti við Þjórsárver
Félagsheimilið Þjórsárver
150.000
Flóahreppur
Merking gönguleiðar að helli við Haug
Atv.og ferðam.n. Flóahrepps
150.000
Bláskógabyggð / Skálholt
Söguslóð, fræðsluskilti í Skálholti
Skálholtsstaður
200.000
Bláskógabyggð / Geysir
Reiðstígar við Geysi í Haukadal
Hestamannafélagið Logi
500.000
Þjórsárdalur
Vatnsöflun fyrir ferðamannastaði
Skeiða og Gnúpverjahreppur
250.000
Hrunamannahreppur
Upplýsingaskilti við Brúarhlöð
Ferðamála.n. Hrunamannahrepps
200.000
Hrunamannahreppur
Gönguleiðir á Miðfell
Þróunarfélag Hrunamannahrepps
200.000
Vestmannaeyjar
Gönguleiðir í nýja hrauninu
Upplýsingamiðst. í Vestmannaeyjum
250.000
Vestmannaeyjar
Göngukort um söguslóð Tyrkjaránsins
Upplýsingamiðst. í Vestmannaeyjum
250.000
Dalir og Reykhólar
Gönguleiðakort, Dalir -Reykhólar -Vestfirðir
Ferðamálafél. Dala og Reykhóla
500.000
Reykhólahreppur
Göngustígar og merkingar, fuglaskoðun
Reykhólahreppur
150.000
Vesturbygð / Geirþjófsfjörður
Stígagerð / á söguslóð Gísla Súrssonar
Þórir Örn Guðmundsson
200.000
Súðavík / Álftarfjarðarbotn
Göngubrú í botni Álftafjarðar
Göngufélag Súðavíkur
50.000
Ísafjarðardjúp / Mjóifjörður
Bætt aðgengi að náttúruupplýsingum
Ævintýradalurinn ehf.
200.000
Jökulfirðir / Grunnavík
Bætt aðgengi að lendingastað
Ferðaþjónustan Grunnavík
500.000
Hornstrandafriðland
Lendingarbætur í Aðalvík, Hlöðuvík, Hornvík
Sjóferðir H&K ehf.
400.000
Hornstrandafriðland / Hlöðuvík
Hreinlætisaðstaða á áningastað
Guðmundur J. Hallvarðsson
300.000
Strandir / Kirkjuból
Æðakolluverkefni, fuglaskoðun í æðavarpi
Ferðaþjónustan Kirkjubóli
200.000
Strandir / Húsavík
Náttúruskoðunarhús
Matthías Sævar Lýðsson
500.000
Strandir / Reykjafjörður
Bæta aðgengi við lendingastað
Ragnar Jakobsson
500.000
Hvalfjarðarsveit
Náttúrufræðsla í fjörunni
Ferðaþj. á Bjarteyjarsandi
250.000
Borgarbyggð / Fljótstunga
Skilti og merkingar við Víðgelmi
Ferðaþjónustan Fljótstungu
250.000
Snæfellsbær / Rif
Upplýsingaskilti í fuglaskoðunarhús
Snæfellsbær
200.000
Uppbygging á nýjum svæðum:
Sveitarfélag / svæði
Verkefni
Umsækjendur
Styrkur
Hornafjörður / Mýrar
Köld gestastofa og wc við Fláajökul
FB Brunnhól og Hólmi
2.000.000
Eyjafjörður / Gásir
Gönguleiðir og hreinlætisaðstaða
Hörgárbyggð
2.000.000
Eyjafjörður / Hrísey
Fuglaskoðunarhús
Akureyrarbær
700.000
Ölfus / Bolalda-Jósepsdalur
Afþreyingasvæði fyrir vélhjólasport
Vélhjólaíþróttaklúbburinn
1.000.000
Skaftárhreppur
Uppbygging áningastaða og afþreying, Skafrárhreppi
Ferðaþj. Efri - Vík ehf. o.fl.
700.000
Vestfirðir
6 gönguleiðakort af Vestfjörðum
Ferðamálasamtök Vestfjarða
1.500.000
Vestfirðir
Skilti á söguslóð Gísla Súrssonar
Víkingaverkefni um Gíslasögu Súrssonar
1.000.000
Strandir / Bjarnafjörður
Útisvæði Strandagaldurs á Klúku
Strandagaldur ses.
1.000.000
Strandir / Grýmsey
Göngustígar og þurrsalerni
Ásbjörn Magnússon
1.000.000
Fjölsóttir ferðamannastaðir:
Sveitarfélag / svæði
Verkefni
Umsækjendur
Styrkir
Fljótsdalshreppur / Skriðuklaustur
Aðgengi og skilti við klausturrústir
Stofnun Gunnars Gunnarssonar
1.000.000
Húnaþing vestra / Hvítserkur
Hreinlætisaðstaða
Knútur Óskarsson
1.400.000
Húnavatnshreppur / Þingeyrar
Hreinlætisaðstaða
Sóknarnefnd Þingeyrarklausturssókn
3.000.000
Hveravellir
Hreinlætisaðstaða
Hveravallafélagið
3.000.000
Mývatnssveit / Leirhnjúkur
Göngustígar um hverasvæði
Landeigendur Reykjahlíðar ehf.
700.000
Mývatnssveit / Dimmuborgir
Hreinlætisaðstaða
Skútustaðahreppur
4.000.000
Mývatnssveit / Dimmuborgir
Deiliskipulag
Skútustaðahreppur
1.500.000
Hornstrandir / Hornvík
Þurrsalerni
Ísafjarðarbær
1.000.000
Snæfellsbær / Búðir
Áningaplan við Búðahraun
Búðakirkja, sóknarnefnd
1.500.000
Aðgengi fyrir alla:
Staður
Upphæð
Glanni
5.000.000
Gunnuhver
1.000.000
Krossanesborgir
500.000
Selasetur
1.000.000
Síldaminjasafn
700.000
Þjórsárdalur
1.000.000
Lesa meira
12.03.2007
Eins og komið hefur fram fól samgönguráðherra Ferðamálastofu framkvæmd könnunar á markaðssvæðum erlendis um hugsanleg áhrif hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustu. Var þetta gert í kjölfar erindis Ferðamálaráðs. Undirbúningur af hálfu Ferðamálastofu hófst í desember og könnunin sjálf hófst í síðari hluta febrúar og er áætlað að taki allt að fjórar vikur.
Kappkostað var að vanda sem mest til könnunarinnar og er framkvæmdin í höndum alþjóðlegs sérhæfðs fyrirtækis í gerð kannana þannig að sami aðili sér um framkvæmd á öllum svæðum. Þetta tryggir bæði gæði könnunarinnar og að samræmi sé á milli markaðssvæða. Svæðin sem um ræðir eru austurströnd Bandaríkjanna, Bretland, Þýskaland, Frakkland og Svíþjóð.
Sérsniðin könnunKönnunin er sérsniðin könnun þ.e.a.s. að ekki er um að ræða hluta af stærri könnun (spurningarvagni) og var hönnun könnunarinnar í höndum PARX. Til að fá sem marktækastar niðurstöður var tekið slembiúrtak almennings á aldrinum 16 ára og eldri og er gert ráð fyrir 1000 svörum frá hverju svæði. Um er að ræða símakönnun (CATI) og svörin slegin inn jafnóðum.
Að lokinni könnun verða niðurstöður unnar í skýrslu og gert ráð fyrir að þær verði kynntar í apríl.
Lesa meira
12.03.2007
Nýr vefur Cruise Iceland samtakanna hefur nú verið opnaður. Að samtökunum standa ýmsir aðilar sem hagsmuna eiga að gæta vegna móttöku skemmtiferðaskipa hérlendis.
Cruise Iceland er m.a. ætlað að leggja áherslu á að markaðssetja Ísland sem áhugaverðan áfangastað skemmtiferðaskipa, í samvinnu við bæði innlenda og erlenda aðila, og er nýi vefurinn liður í því markaðsstarfi. Sem kunnugt er hefur tekist að fjölga komum skipa jafnt og þétt undanfarin ár, með tilheyrandi fjölgun ferðamanna, sem er ekki síst þakkað samstillu átaki í markaðs- og kynningarmálum. Ferðamálastofa er aðili að Cruise Iceland og sér einnig um framkvæmd verkefnisins samkvæmt samningi við samtökin. Er sú vinna í höndum Öldu Þrastardóttur verkefnisstjóra.
Aðildarfélagar Cruise Iceland 20 talsins og þar af eru 8 hafnir. Þeim er öllum gerð skil á nýja vefnum og þar er einnig að finna almennar upplýsingar um land og þjóð, ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir farþega sem hingað koma um þá þjónustu sem er í boði, myndasafn og fleira. Slóðin er www.cruiseiceland.com
Lesa meira
09.03.2007
Eins og fram hefur komið verða dagana 20.-22. apríl næstkomandi haldnar þrjár sýningar undir sama þaki í Fífunni í Kópavogi; Ferðasýningin, Golf og Sumar 2007.
Á sýningunum er markmiðað að gestir geti kynnt sér allt er snýr að snýr að ferðalögum og frístundum, golfi og öðru tengdu sumrinu, ræktun og sumarhúsunum. Sýningarsvæðið verður skýrt afmarkað milli sýninganna þrátt fyrir að um einn viðburð sé að ræða. Undirbúningur og framkvæmd er í höndum Íslandsmóta ehf. en sýningnar eru m.a. unnar í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðamálasamtök Íslands, Samgönguráðuneytið og Golfsamband Íslands. Valdir fyirlestrar verða í boði fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Samkvæmt tilkynningu frá Íslandsmótum er enn tækifæri fyrir ferðaþjónustaðila að skrá sig til þátttöku. Heimasíða Íslandsmóta.
Lesa meira
08.03.2007
Þann 2. mars 2007 kvað samgönguráðuneytið upp þann úrskurð að Ferðmálastofa skuli veita Ferðafélagi Íslands undanþágu frá 8. mgr. 8. gr. laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Þar með var felld úr gildi ákvörðun Ferðamálastofu frá 27. október 2006 þar sem hafnað er beiðni Ferðafélags Íslands um undanþágu.
Úrskurðurinn, sem er nr. 2/2007, verður birtur í heild sinni á vef samgönguráðuneytisins.
Lesa meira
08.03.2007
Seðlabanki Íslands hefur nú sent frá sér upplýsingar um tekjur af erlendum ferðamönnum árið 2006. Samkvæmt þeim voru heildargjaldeyristekjur af erlendum gestum 46,8 milljarðar en árið 2005 voru þær 39,7 milljarðar.
Aukningin á milli ára er því rúmlega 7 milljarðar á árinu eða um 17,8%. Þar af er aukningin vegna neyslu erlendra gesta í landinu um 5,2 milljarðar en gestirnir keyptu þjónustu hér á landi fyrir nær 31 milljarð á móti 25,7 milljöðrum árið 2005.
Ein stærsta atvinnugreinin í gjaldeyrisöflun?Þessar tölur staðfesta á sama hátt og tölur um fjölda gesta til landsins og seldar gistinætur að árið 2006 var umfangsmesta ár í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi og ferðaþjónustan styrkir stöðu sína sem ein stærsta atvinnugreinin í gjaldeyrisöflun,? segir Magnús Oddsson ferðamálstjóri.
? Þó að í þessum tekjutölum gæti auðvitað ákveðinna gengisbreytinga á milli áranna er samt um verulega raunaukningu að ræða í erlendum myntum, en eins og ferðaþjónustna hefur margbent á þá eru útgjöld hennar að mestu leyti í innlendri mynt. Því ætti svo mikil tekjuaukning í íslenskum krónum að skapa frekari forsendur fyrir bættri arðsemi sem er auðvitað það sem mestu skiptir, hvað sem allar magntölur segja,? segir Magnús
Lesa meira
07.03.2007
Ferðamálastofa steig í vikunni skref í aðgengismálum. Þá voru virkjaðar breytingar á öllum vefsvæðum stofnunarinnar sem koma til móts við þarfir fólks sem á erfitt með að lesa, til dæmis vegna sjónskerðingar eða lesblindu.
Undanfarin ár hefur sá möguleiki verið fyrir hendi að notendur geta valið um mismunandi leturstærðir á vefsvæðum stofnunarinnar; ferdamalastofa.is, ferdalag.is og visiticeland.com. Nú er hins vegar stigið skrefi lengra og gerðar breytingar sem nýtast enn frekar áðurnefndum hópum. Með einum smelli fá notendur nýtt útlit upp á skjáinn þar sem áhersla er lögð á texta en myndrænt útlit látið víkja. Notendur geta síðan valið um nokkra bakgrunnsliti og liti á texta, allt eftir því hvað þægilegast er fyrir hvern og einn. Slíkt fer nokkuð eftir því hvaða lestrarörðugleika hver og einn á við að glíma. Til að virkja útlitið er smellt á bókstafinn A á svörtum grunni, ofarlega á forsíðum vefjanna hægra megin á skjánum. Slíkt tákn, á þessum stað á skjánum, er í dag algengasta aðferðin til að sýna að þjónusta sem þessi sé fyrir hendi á viðkomandi vef. Hægt er að kalla hið nýja útlit fram hvar sem fólk er statt á vefsvæðum Ferðamáalstofu. Tæknileg útfærsla var í höndum Betri lausna ehf. Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig táknið birtist á visiticeland.com.
Lesa meira