Fara í efni

Ný námsskrá kynnt hjá SAF

Ný námsskrá kynnt hjá SAF
Ný námsskrá kynnt hjá SAF

Nýtt nám í ferðaþjónustu sem Samtök ferðaþjónustunnar og Starfsgreinasambandið hafa haft forgöngu um að láta vinna er nú tilbúið. Frá þessu er greint á vef SAF.

Nýja námsskráin, "Kennum ferðaþjónustu", sem leggur áherslu á menntun ófaglærðra, verður nú prufukeyrð, á tveimur stöðum í mars; hjá Símey á Akureyri og hjá Mími í Reykjavík. Endanleg námsskrá verður síðan tilbúin fyrir næsta haust. Kynningarfundir hafa og verða haldnir á viðkomandi landssvæðum til þess að fá viðbrögð atvinnurekenda við náminu og til þess að fá fram hvaða fyrirkomulag og tímasetningar henta best við tilraunakennslu námsins. Nánar á vef SAF.