Fara í efni

Lífið er harðfiskur og gómsætar gellur

Miðvikudagskvöldið 28. febrúar munu Guðmundur Guðmundsson, matvælafræðingur, og Alfreð Alfreðsson, matreiðslumeistari og landsliðskokkur, tala um mat og matarmenningu þjóðarinnar fyrr og nú á fyrirlestrakvöldi Íslenska vitafélagsins.

Þegar lifið var harðfiskur
Í erindinu sínu mun Guðmundur ræða um íslenska matarhefð og þær sérkennilegu geymsluaðferðir sem einkenndu hana, eins og súrsun og kæsingu. Hann mun einnig skýra hvers vegna matvælavinnsla þróaðist með öðrum hætti á Íslandi en í grannríkjum okkar og segja frá viðhorfum erlendra manna til matarmenningar þjóðarinnar. Í gegnum tíðina hafa margir átt mjög erfitt með að sætta sig við þessar fornu matarvenjur. Á þessi gamla matarhefð eitthvert erindi til landsmanna í dag? Er hún falin fjársjóður eða smánarblettur sem best er að gleyma?

Maður, matur, haf er yfirskrift  fyrirlestrar landsliðskokksins Alfreðs Alfreðssonar. Velsoðin ýsa með hamsatólg og kartöflum er ekki eina fiskmetið á diskum landsmanna í dag. Sífellt bætast fleiri og fáséðari tegundir í hópinn og krafa er gerð til ferskleika og útlits. Erum við að nota fiskmeti sem skyldi? Eða liggja ónýtt tækifæri í fiskafurðrum okkar. Alfreð mun tala um það hvernig við notum og getum nýtt sjávarfang í dag.    

 

Staður og stund:
Sjóminjasafn Reykjavíkur ? Víkin
Grandagarði
101 Reykjavík
Miðvikudagskvöldið 28. febrúar kl. 20:30