Fara í efni

Samkeppnisstaða ferðaþjónustunnar á Íslandi

Geysir
Geysir

Íslandi er í fjórða sæti af 124 þjóðlöndum varðandi samkeppnishæfni ferðaþjónustu samkvæmt könnun Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar (WEF). Samkeppnisvísitalan er reiknuð út frá mörgum flokkum og er áhugavert að skoða að mjög mismunandi er á milli flokka hvar á listanum Ísland raðast.

Samkeppnisvísitala ferðaþjónustunnar
Markmið samkeppnisvísitölu ferðaþjónustunnar (TTCI), er að mæla þá þætti og stefnumótun sem gera þróun ferðaþjónustunnar að álitlegum kosti í mismunandi löndum. TTCI-vísitalan er samsett úr alls 13 þáttum sem síðan er skipt í 3 undirflokka, eða undirvísitölur.

Þessar undirvísitölur eru: (1) regluumgjörð ferðaþjónustu, (2) rekstrarumhverfi og skipulag ferðaþjónustu og (3) mannauður, menningarlegar og náttúrulegar auðlindir ferðaþjónustu. Fyrsta undirvísitalan nær yfir þá þætti sem tengjast stefnumótun og falla almennt undir verksvið opinberrar stjórnsýslu (stefnumótandi reglur og reglugerðir, umhverfisreglugerðir, öryggi og forgangsröðun ferðaþjónustu); önnur undirvísitalan nær yfir þætti í rekstrarumhverfinu og skipulagi hvers hagkerfis (skipulag loftsamgangna, skipulag samgangna á jörðu, skipulag ferðamála, skipulag upplýsinga- og fjarskiptatækni og verðsamkeppnishæfni); og þriðja undirvísitalan nær yfir mannlega og menningarlega þætti í auðlindum hvers lands (mannauður, sýn þjóðarinnar á ferðamennsku og náttúruleg og menningarleg verðmæti).

Skiptinguna og hvar Ísland raðast í einstökum flokkum má sjá í töflunni hér að neðan

Undirvísitölur

Þættir

Sæti Íslands

Reglugerðaumgjörð

5. sæti

Stefnumótandi reglur og reglugerðir  36
Umhverfisreglugerðir  12
Öryggi  3
Heilbrigði og hreinlæti  4
Forgangsröðun ferðaþjónustu  10

Rekstrarumhverfi og skipulag

8. sæti

Skipulag loftsamgangna  13
Skipulag samgangna á jörðu niðri  29
Skipulag ferðamennsku  10
Skipulag upplýsinga- og fjarskiptatækni  2
Verðsamkeppnishæfni í ferðamálaiðnaðinum  108

Mann- og menningarlegar auðlindir

5. sæti

Mannauður  3
Sýn þjóðarinnar á ferðamennsku  49
Náttúruleg og menningarleg verðmæti  22

Ánægjuleg niðurstaða
? Það er alltaf ánægjulegt þegar Ísland lendir ofarlega í samanburði við önnur lönd hvað varðar ferðaþjónustu ekki síst þegar til þess er litið að þetta er mesta samkeppnisgrein í heimi?, segir Magnús Oddsson ferðamálstjóri. ?Þarna er verið að bera saman alls 13 mismunandi þætti sem snúa að ferðafólki og að Ísland skuli verða t.d. í 10 sæti af 124 löndum í þessum alþjóðlega samanburði hvað varðar skipulag ferðamennsku almennt kemur skemmtilega á óvart, þar sem við eru þar að keppa við allar mestu ferðamannaþjóðir heims sem hafa gífurlega langa hefð í þessari þjónustu og skipulagi ferðamennsku. Þá erum við komin í 2. sæti þegar litið er til skipulags upplýsinga- og fjarskiptamála, sem er einmitt einn af þeim þáttum sem skipta ferðafólk svo miklu máli ásamt gæðum grunnþátta eins og öryggis, heilbrigðiskerfis og fleiru þar sem Ísland lendir í efstu sætum? segir Magnús


Iðntæknistofnun er samstarfsaðili WEF hér á landi. Frekari upplýsingar um könnunina ásamt örðum gögnum er snerta samkeppnishæfni Ísland má finna á vefsíðu Iðntæknistofnunar.  Að lokum fylgir hér listi fyrir 20 efstu löndin.

1. Sviss
2. Austurríki
3. Þýskaland
4. Ísland
5. Bandaríkin
6. Hong Kong
7. Kanada
8. Singapor
9. Luxemborg
10. Bretland
11. Danmörk
12. Frakkland
13. Ástralíka
14. Nýja-Sjáland
15. Spánn
16. Finnland
17. Svíþjóð
18. Sameinuðu arabísku furstadæmin
19. Holland
20. Kýpur