Fara í efni

Magnús Oddsson lætur af embætti ferðamálastjóra

Magnus Odds 200 pix
Magnus Odds 200 pix

Í dag er síðasti vinnudagur Magnúsar Oddssonar sem ferðamálastjóra. Magnús var fyrst skipaður ferðamálastjóri 1. janúar 1994, en hafði áður verið settur í embættið í 15 mánuði. Hann hefur því gegnt störfum ferðamálastjóra í 15 ár og 3 mánuði.

Magnús hefur raunar tengst stofnuninni mun lengur. Hann var ráðinn markaðsstjóri 1990 og svo sat hann í ferðamálaráði árin 1983-1990 sem einn af fulltrúum greinarinnar en hann hafði unnið á  16 ár við ferðaþjónustu í einkageiranum áður en hann kom til starfa í opinbera þætti hennar. Fyrst hjá ferðaskrifstofu og síðan 10 ár við markaðmál flugreksturs. Í embætti hefur hann setið í fjölda stjórna, ráða og nefnda um málefni ferðaþjónustunnar  innan lands og utan.

Í lok ársins sendi hann starfsfólki áramótakveðju ,sem var í lengra lagi að þessu sinni og þar er aðeins horft til baka og fram á veginn. Áramótakveðja til starfsfólks Ferðamálastofu  með ívafi