Fara í efni

Farþegar Keflavíkurflugvöll 157 þúsund fleiri

Flugstöð
Flugstöð

Í nóvember síðastliðnum fóru tæplega 143 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við tæplega 134 þúsund í nóvember í fyrra. Fjölgunin nemur 7% á milli ára.

Fjölgunin í nóvember er í takt við þróun farþegafjölda fyrir árið í heild en frá áramótum hefur farþegum fjölgað um 8,2% eða um 157 þúsund farþega. Á sama tímabili í fyrra fjölgaði farþegum um 188 þúsund farþega á milli ára. Tölurnar eru greindar niður eftir því hvort farþegar eru á leið til landsins, frá landinu eða hvort um áfram- og skiptifarþega (transit) er að ræða. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.

 

Nov.07.

YTD

Nov. 06.

YTD

Mán. % breyting

YTD % Breyting

Héðan:

64.506

885.270

58.879

819.045

9,56%

8,09%

Hingað:

63.367

892.863

59.823

817.927

5,92%

9,16%

Áfram:

1.753

37.878

2.575

21.681

-31,92%

74,71%

Skipti.

13.333

245.031

12.312

245.469

8,29%

-0,18%

 

142.959

2.061.042

133.589

1.904.122

7,01%

8,24%