Fara í efni

Dateline Iceland til 200 þúsund áskrifenda

Jólasveinn a kajek
Jólasveinn a kajek
Desemberútgáfa af Dateline Iceland, mánaðarlegu veffréttabréfi Ferðamálastofu í Bandaríkjunum, er nú komin út og hefur verið send í tölvupósti til rúmlega 200 þúsund áskrifenda. Eins og við er að búast er fréttabréfið í jólabúningi og það prýðir meðal annars mynd af vígalegum jólasveini á kajak. Öll eintök af Dateline Iceland eru aðgengileg á vef Ferðamálastofu í Bandaríkjunum og hér má einning skoða tölublaðið fyrir Desember.