Fara í efni

Tekjuaukning hjá hótelum í október

Hótel Borg - herbergi
Hótel Borg - herbergi

Í nýjasta fréttabréfi Samtaka ferðaþjónustunnar er meðal annars greint frá niðurstöðum tekjukönnunar SAF og  Hotelbenchmark.com fyrir októbermánuð. Fram kemur að í samanburði Norðurlandanna er niðurstaðan fyrir Ísland nokkuð góð.

Meðalherbergjanýting var ívið hærri í Reykjavík nú , alls 72,6% en var 72,1 % í október í fyrra.  Á landsbyggðinni var nýtingarhlutfallið 39,6% nú en var 38,6% í október 2006. Tekjur hafa aukist verulega á landsbyggðinni og hækkuðu tekjur fyrir framboðið herbergi (RevPAR) um 36%. Tekjur fyrir framboðið herbergi hjá hótelum í Reykjavík hafa hins vegar aukist um 10,9%. 

Tekjukönnunin er framkvæmd meðal hótel innnan SAF og byggir á upplýsingum um nettó gistitekjur, þ.e. án morgunverðar og virðisaukaskatts, og fjölda seldra herbergja.

 Sjá nánar um tekjukönnun gististaða á vef SAF