Fara í efni

Fleiri stefna á Green Globe vottun

Green Globe vinnufundur
Green Globe vinnufundur

Í haust var sett af stað verkefni innan Ferðaþjónustu bænda sem miðaði að því að auðvelda ferðaþjónustubændum að öðlast hina alþjóðlega umhverfisvottun Green Globe. Verkefnið var unnið í samstarfi Ferðaþjónustu bænda, Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og umhverfisráðgjafarfyrirtækisins UMÍS ehf. Environice.

Haldnir voru vinnufundir og ýmislegt fleira gert til þess að styðja við félagana við að taka næstu skref til að ná Green Globe vottun. Þó nokkur hópur sýndi áhuga á að taka þátt í vottunarferlinu, að sögn Berglindar Viktorsdóttir, gæðastjóra ferðaþjónustu bænda. ?Verkefninu er nú formlega lokið en við höldum nú áfram með þessum áhugasama hópi ferðaþjónustubænda að ná markmiðinu ? þ.e. að ná vottuninni. Nokkrir eru búnir að skila inn gögnum og bíða úrvinnslu og aðrir eru að enn að vinna í að safna saman þeim gögnum sem þarf. Síðan á eftir að koma í ljós hversu margir ganga alla leið en ég er bjartsýn á að fleiri Green Globe vottaðir ferðaþjónustubæir muni bætast í hópinn fyrrihluta næsta árs. Eins og staðan er í dag eru aðeins þrjú fyrirtæki Green Globe vottuð, þ.e. Hótel Hellnar, Hótel Anna og skrifstofa Ferðaþjónustu bænda en það er mikilvægt að fjölga vottuðum fyrirtækjum til að styrkja umhverfisstarfið bæði innan samtakanna og ekki síður til að styrkja trúverðugleika okkar á Íslandi sem við viljum að sé til fyrirmyndar í þessum málum,? segir Berglind.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá þátttakendur sem tóku þátt í vinnufundinum:


Kjartan - Háskólanum á Hólum, Stella - Heydal, Rósa - Hólum í Hjaltadal, Anne Maria - Umís ehf - Environice, Hulda - Gistihúsinu Egilsstöðum,Hafdís Jóna- Brunnhóli, Anna Birna - Gauksmýri, Arndís - Smáratúni, Björg - Efsta-Dal, Birna - Hjalla og Berglind - Ferðaþjónustu bænda. Á myndina vantar Eyju Þóru - Hótel Önnu á Moldnúpi og Erlu - Geirlandi.