Fara í efni

Farþegar um áætlunarflugvelli yfir hálfa milljón

Akureyrarflugvöllur
Akureyrarflugvöllur

Í dag fór fjöldi farþega um íslenska áætlunarflugvelli, að Keflavíkurflugvelli frátöldum,  í fyrsta skipti yfir 500 þúsund á ársgrundvelli. Þetta er um 17% aukning á milli ára en á árinu 2006 fóru 426.785 farþegar með innanlandsflugi. 

Það var þriggja manna fjölskylda á leið frá Þórahöfn til Reykjavíkur, með viðkomu á Vopnafirði og Akureyri, sem varð þess heiðus aðnjótandi að fylla hálfu milljínina. Í frétt frá Flugstoðum kemur fram að fjölgun  á farþegum í innanlandsflugi á árinu hefur einkum oðið á Reykjavíkurflugvelli, Akureyri, á Ísafirði og Egilsstöðum. 
Mynd: Akureyrarflugvöllur.