Fara í efni

Jarðskjálftasetur undirbúið á Kópaskeri

Jarðskjálftasetur
Jarðskjálftasetur

Skjálftafélagið, félag áhugafólks um jarðskjálftasetur á Kópaskeri, var stofnað nýverið. Hugmyndin setrið byggir á því að skapa aðdráttarafl fyrir ferðafólk með því að nýta sér jarðfræðilegar aðstæður og merka sögu svæðisins í tengslum við jarðskjálfta.

Forsendur þess að staðsetja jarðskjálftasetur á Kópaskeri eru m.a. staðsetning Kópaskers á skilum Ameríku- og Evrasíuflekanna og sögufrægur jarðskjálfti, Kópaskersskjálftinn, sem varð árið 1976. Þá er horft til nálægðar við Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum, sem dregur til sín tugþúsundir gesta árlega. Einnig er gert ráð fyrir samstarfi við aðrar stofnanir og félög á svæðinu sem tengjast ferða- og menningarmálum og að virkja stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga í sýslunni sem kostur er til samstarfs. Hugmyndin er að starfsemi setursins muni fyrst og fremst felast í uppbyggingu og rekstri sýningar sem byggir á Kópaskersskjálftanum, afleiðingum hans og jarðfræði nærsvæðisins. Formaður Skjálftafélagsins er Benedikt Björgvinsson á Kópaskeri. Mynd: Frá Kópaskeri af vefnum dettifoss.is