Fréttir

GEBRIS fer vel af stað

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga er aðili að svonefndu GEBRIS-verkefni en það stendur fyrir ?Getting the Best out of the regional innovation system?. Verkefnið hlaut styrk frá Norræna nýsköpunarsjóðnum í vor en aðrir þátttakendur koma frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Á dögunum voru fyrstu fundir samstarfsaðilann haldnir hérlendis. Snýr að ferðaþjónustu?Meginmarkmið GEBRIS verkefnisins er að bæta nýsköpunarumhverfið og nýta það betur til þess að mæta þörfum viðskipta- og atvinnulífs á hverju svæði. Verkefnið byggir að verulegu leyti á sérstökum viðfangsefnum á hverju svæði, eða því sem menn kalla ?case?. Viðfangsefni okkar hefur nokkra sérstöðu þar sem við erum að fást við ferðaþjónustu á meðan samstarfsaðilarnir eru flestir að fást við tækniumhverfi. Verkefnið stefnir hins vegar að sömu markmiðum og fellur vel inn í þann ramma sem GEBRIS verkefninu er settur.Það er von okkar að með þátttökunni skapist aðgangur að bæði þekkingu og fjármagni sem nýta má til nýsköpunar í ferðaþjónustu á svæðinu Melrakkaslétta-Langanes, segir Gunnar Jóhannesson, verkefnastjór hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga Byggja ímynd í kringum norðrið og heimskautsbaugMegináhersla Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga í GEBRIS er þróun og kynning á áhugaverðum pökkum í þjónustu og afþreyingu á svæðinu Melrakkaslétta - Langanes/Bakkafjörður. Að byggja ímynd í kringum norðrið og heimskautsbaug, náttúru og menningu. ?Megintilgangurinn er að efla ferðaþjónustu og um leið mannlíf á svæðinu. Á strandlengju svæðisins, sem er aðeins 3km frá heimskautsbaug þar sem hún liggur nyrst, eru 4 þorp með íbúafjölda frá um 100-400. Svæðið hefur átt við fólksfækkun að stríða undanfarin ár, en það er sterkur vilji til nýsköpunar meðal heimamanna á hverjum stað,? segir Gunnar. Þriggja ára verkefniGEBRIS hófst formlega 1. september síðastliðinn en undirbúningur hafði þá staðið frá því síðasta vetur. Verkefnistímabili lýkur 31. desember 2009 en Gunnar segist þó gert ráð fyrir að hluti Þingeyinga standi í full 3 ár, þ.e. til haustsins 2010. Sem fyrr segir voru fyrstu fundir samstarfsaðila í GEBRIS haldnir hérlendis á dögunum og segir Gunnar að vel hafi tekist til. ?Hingað til lands komu fjórir fulltrúar frá Finnlandi, tveir frá Svíþjóð og einn frá Noregi. Fengu þeir af eigin raun að kynnast svæðinu sem verkefni okkar tekur til. Dagskráin var nokkuð stíf en við náðum að ég held vel að stilla saman strengi þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið,? segir Gunnar. Á myndinni eru þátttakendur GEBRIS verkefnisins að skoða Langanes.Af heimasíðu Langanesbyggðar
Lesa meira

Ferðamálastofa óskar eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna 2007

Ferðamálastofa hefur auglýst eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2007. Verðlaunin hefur stofnunin veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Ferðaþjónustan byggir afkomu sína að miklu leyti á umhverfislegum gæðum og er það trú Ferðamálastofu að verðlaunin geti orðið hvatning til ferðaþjónustuaðila og viðskiptavina þeirra að huga betur að umhverfi og náttúru og styrkja þannig framtíð greinarinnar. Hverjir koma til greina sem verðlaunahafar:Allir þeir sem tengjast ferðamálum og láta sig umhverfismál varða og vinna markvisst að því að viðhalda jafnvægi milli efnahagslegra, náttúrlegra og félagslegra þátta. Það geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða sveitafélög. Hér með er óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Ferðamálastofu 2007. Frekari upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi stofnunarinnar, Valur Þór Hilmarsson í síma 464 9990. Tilnefningar sendist til skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600Akureyri eða með tölvupósti á netfangið valur@icetourist.is fyrir 30.október næstkomandi. Nánari upplýsingar og listi yfir fyrri verðlaunahafa
Lesa meira

Aðkoma Ferðamálastofu að Iceland Airwaves

Nú er tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves lokið í 9. sinn. Af gefnu tilefni og til upplýsinga, vill Magnús Oddsson ferðamálastjóri koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri um aðkomu starfsfólks Ferðamálastofu að hátíðinni.
Lesa meira

Átak til atvinnusköpunar

Vert er að benda á að þann 3. nóvember næstkomandi rennur út frestur til styrkveitinga Iðnaðarráðuneytis undir merkjum  ?Átaks til atvinnusköpunar?. Veittir eru styrkir til tvennskonar verkefna. Annars vegar verkefna sem eru á forstigi nýsköpunar og falla ekki undir verksvið annarra sem veita sambærilega fyrirgreiðslu. Hins vegar verkefna sem eru skilgreind sem sérstök átaksverkefni ráðuneytisins. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað
Lesa meira

Hólaskóli stefnir að uppbyggingu náms í ferðaþjónustu á Grænlandi

Um þessar mundir vinnur ferðamáladeild Háskólans á Hólum að skipulagningu náms á sviði náttúru- og ævintýratengdrar ferðaþjónustu á Grænlandi. Baldvin Kristjánsson leiðsögumaður í Suður-Grænlandi var á Hólum nýverið og fundaði með forráðamönnum háskólans. Afrakstur heimsóknar Baldvins til Hóla var undirskrift viljayfirlýsingar um samvinnu við að koma verkefninu á koppinn. Næstu skref eru fjáröflun og vinna við námskrá. Stefnt er að því að námið fari af stað haustið 2008. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja og atvinnuþróunarfulltrúar í Suður-Grænlandi (Qaqortoq Development Group) segja mikla möguleika í ferðaþjónustu á þessum slóðum en tilfinnanlegur skortur sé á menntuðu fólki í greininni. Fyrr á árinu var hér á ferð Tina Jensen, atvinnuþróunarfulltrúi Qaqortoq og kynnti sér starfsemi ferðamáladeildarinnar, en hún og Baldvin hafa verið í forsvari heimamanna fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunámsins. Mynd: Baldvin Kristjánsson leiðsögumaður og Skúli Skúlason rektor undirrtita viljayfirlýsinguna.  
Lesa meira

Stórviðburður í norðlenskri matarmenningu

Um næstu helgi verður sýningin Maturinn 2007 haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Fyrir henni stendur félagið Matur úr héraði ? Local Food og er sýningunni ætlað að endurspegla fjölbreytni í mat og matarmenningu á Norðurlandi. Sýning undir sama nafni var haldin fyrir tveimur árum en sýnendur nú eru nálega helmingi fleiri og dagskrá ennþá fjölbreyttari. Meðal viðburða á sýningunni er úrslitakeppni Klúbbs matreiðslumeistara um titilinn Matreiðslumaður ársins 2007. Sýningin verður opin kl. 11 -17 á laugardag og sunnudag og er aðgangur ókeypis. Formleg opnun verður kl. 14 á laugardag þegar Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimsækir sýninguna. ?Búumst við þúsundum gesta?Júlíus Júlíusson, talsmaður sýningarstjórnar og stjórnarmaður í félaginu Matur úr héraði, segir áhuga sýnenda hafa verið mikinn og að norðlenskur matur og ?menning verði sannarlega í sviðsljósinu. ?Við erum mjög ánægð með þá miklu flóru þátttakenda sem þarna verður. Í þeim hópi eru allir stærstu matvælaframleiðendurnir á Norðurlandi, stór og smá fyrir tæki og mörg ný og framsækin. Okkar markmið er að festa sýninguna í sessi sem lið í starfsemi félagsins Matur úr héraði ? bæði til að vekja athygli á því sem félagið stendur fyrir en ekki síður að vekja athygli út á við á þeim miklu matvælahéruðum sem við eigum hér á Norðurlandi. Við erum stolt af norðlenskum matvælum og matarmenningu og MATUR-INN 2007 er til vitnis um þennan mikla fjölbreytileika. Á síðustu sýningu komu um fimm þúsund gestir og við búist einnig við þúsundum gesta að þessu sinni, enda aðgangur ókeypis,? segir Júlíus. Markaðstorg, fræðslustofur og fjölbreytt skemmtidagskráEins og áður segir eru sýnendur um 60 talsins og margt verður að sjá og smakka og kaupa  í stórum sem smærri básum. Á markaðstorgi geta sýningargestir einnig keypt ýmis norðlensk matvæli; svo sem reyktan silung, kartöflur, grænmeti, fisk, sultur og svo mætti áfram telja. Ýmsar uppákomur verða á sýningarsvæðinu báða sýningardagana. Þar má nefna keppni í samlokugerð, kjötiðnaðarkeppni og fleira á laugardag. Á sunnudaginn verður m.a. matreiðslukeppni þjóðþekktra einstaklinga og þar ætla að reyna með sér þau Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Kristján L. Möller, samgönguráðherra, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Ágúst Ólafsson, forstöðumaður RÚV Akureyri og Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri LA. Sýningargestir geta fylgst með þeim leika listir sínar í eldhúsinu. Þá verða fræðslustofur (workshop) báða sýningardagana þar sem fjallað verður um bæði mat og vín, hráefnismeðhöndlun, matreiðslu og margt annað sem mat viðkemur.Kynnar á sýningunni verða þau Gestur Einar Jónasson og Margrét Blöndal, útvarpsfólkið góðkunna. Úrslit í keppninni ?Matreiðslumaður ársins 2007?Á laugardaginn verður á sýningarsvæðinu úrslitakeppni Klúbbs matreiðslumeistara um titilinn ?Matreiðslumaður ársins 2007?. Undankeppnir fóru fram síðastliðið vor og munu fimm matreiðslumenn keppa til úrslita á laugardaginn. Þeir eru:  Þeir eru Ari Freyr Valdimarsson, Grillinu Hótel Sögu, Eyjólfur Gestur Ingólfsson, Iðjusölum, Þórarinn Eggertsson, Múlakaffi, Þráinn Freyr Vigfússon, Grillinu Hótel Sögu og Ægir Friðriksson, Grillinu Hótel Sögu. Úrslit í keppninni verða tilkynnt kl. 16 á sýningunni. Heimasíða sýningarinnar Maturinn 2007  
Lesa meira

Vefur Icelandair vinnur til verðlauna

Vefurinn Icelandair.com fékk verðlaun í flokki flugfélaga á Interacive Media Awards í ár. Félagið var útnefnt til þessara verðlauna af samstarfsaðila sínum, Amadeus. Verðlaunin sem Icelandair hlaut nefnast ?Outstanding Achievement Award? og eru nokkurs konar silfur verðlaun í þessum flokki, segir í frétt frá Icelandair. Bætast þessi verðlaun í hóp fyrri verðlauna sem Icelandair hefur hlotið fyrir vefi sína að undanförnu. Þegar horft var til fimm þátta, þá halaði Icelandair.com inn 475 stigum af 500 og náði vefurinn sérstökum árangri fyrir innihald, notendaviðmót og hönnun, segir í fréttinni. Interactive Media Awards, eru verðlaun sem veitt eru af dómnefnd sérfræðinga á þessu sviði frá fyrirtækjum á borð við Microsoft, Time Warner og The New York Times. Verðlauninum er ætlað að vera viðurkenning til framúrskarandi vefja og stuðla þannig að þróun, aðgengi og fjölbreytum notkunarmöguleikum. Þau eru öllum opin og alþjóðleg.
Lesa meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands verður haldinn á Flúðum fimmtudaginn 15. nóvember 2007. Að samtökunum standa átta landshlutasamtök og að þeim eiga aðild ferðaþjónustuaðilar og sveitarfélög á viðkomandi svæðum. Formaður samtakanna er Pétur Rafnsson. Dagskrá verður auglýst síðar.
Lesa meira

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar áfram

Í september síðastliðnum fóru rúmlega 187 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við rúmlega 180 þúsund í september í fyrra. Fjölgunin nemur 7000 farþegum eða 4%. Frá áramótum hefur farþegum fjölgað um 8,3%. Tölurnar eru greindar niður eftir því hvort farþegar eru á leið til landsins, frá landinu eða hvort um áfram- og skiptifarþega (transit) er að ræða.  Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.     Sept.07. YTD Sept. 06. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 81.637 739.721 78.197 688.426 4,40% 7,45% Hingað: 76.783 748.229 72.644 685.902 5,70% 9,09% Áfram: 4.305 32.816 4.339 16.206 -0,78% 102,49% Skipti. 24.707 212.660 25.221 209.976 -2,04% 1,28%   187.432 1.733.426 180.401 1.600.510 3,90% 8,30%
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum í ágúst fjölgaði um 11%

Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum, samkvæmt gistináttatalningu Hagstofunnar, voru 181.500 en voru 163.800 í sama mánuði árið 2006. Þetta er fjölgun um 17.700 nætur á milli ára eða tæplega 11%. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem fækkun gistinátta nam 1% og á Austurlandi þar sem fjöldi gistinátta stóð í stað milli ára. Aukningin var hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu þar sem gistinóttum fjölgaði um tæp 15%, úr 95.100 í 109.300 milli ára. Á Norðurlandi nam aukningin rúmum 13%, en gistinætur þar fóru úr 17.600 í 20.000 milli ára. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um 6%, úr 23.200 í 24.600. Fjölgun gistinátta á hótelum í ágúst má bæði rekja til Íslendinga (20%) og útlendinga (10%). Gistirými á hótelum í ágústmánuði jókst milli ára. Fjöldi herbergja fór úr 4.049 í 4.568, 13% aukning og fjöldi rúma úr 8.157 í 9.359, 15% aukning. Hótel sem opin voru í ágúst síðastliðnum voru 78 en 76 í sama mánuði árið 2006. Hagstofan vekur athygli á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Sjá nánar á vef Hagstofunnar.
Lesa meira