Hagvöxtur á heimaslóð 2007

Hagvöxtur á heimaslóð 2007
Geysir

Í nýju fréttabréfi SAF er meðal annars sagt frá því að ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi og Suðausturlandi munu hefja þátttöku í verkefni Útflutningsráðs, "Hagvöxtur á heimaslóð" í janúar 2007. Um 20 fyrirtæki á Suðurlandi eru skráð til þátttöku og um 10 fyrirtæki á Suðausturlandi.

Verkefnin sem standa yfir í þrjá mánuði eru sniðin að þörfum smærri og meðalstórra fyrirtækja en meginmarkmiðið er að efla faglega hæfni fyrirtækjanna í stefnumótun, vöruþróun og markaðssetningu með áherslu á samstarf innan og milli svæða. Þegar hefur fjöldi ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi tekið þátt í verkefninu. 

Verkefnið er þróað í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, Impru nýsköpunarmiðstöð, Ferðamálasetur Íslands, Byggðastofnun og Landsbankann. Inga Hlín Pálsdóttir, inga@utflutningsrad.is stýrir verkefninu á Suðurlandi og Arnar Guðmundsson, arnar@utflutningsrad.is, hefur umsjón með verkefninu á Suðausturlandi.  

Nánari upplýsingar um verkefnið "Hagvöxtur á heimaslóð".


Athugasemdir