Norrænn ferðarisi í eigu Íslendinga

Norrænn ferðarisi í eigu Íslendinga
Flugfarþegar

Norrænn ferðarisi í íslenskri eigu varð til í gær með stofnun Northern Travel Holding. Félagið er í eigu Fons, FL Group og Sunds.

Hið nýja félag hefur keypt Sterling flugfélagið, allt hlutafé Iceland Express, yfir helmings hlut í flugfélaginu Astraeus, stóran hlut í sænsku ferðaskirfstofunni Ticket og alla hluti í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel. Samanlögð velta þessara félaga er áætluð um 120 milljarðar króna og þau flytja um 7,5 milljónir farþega á ári.

Stærsti hluthafi þessa nýja norræna ferðarisa er Fons með 44 prósent og síðan eiga FL Group 34 prósent og Sund 22 prósent. Pálmi Harladsson, forstjóri Fons, verður stjórnarformaður í Northern Travel Holding.

Því má einnig bæta við að FL group keypti rúmlega 6 prósenta hlut í bandaríska félaginu AMR í vikunni, en félagið er móðurfélag American Airlines, stærsta flugfélags í heimi og flugfélagins Eagle Air.


Athugasemdir