Fara í efni

150. skírteinið afhent

Skítreini 150
Skítreini 150

Við gildistöku nýrra laga um skipan ferðamála um síðustu áramót tók Ferðamálastofa við útgáfu leyfa til ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda og eftirliti með starfsemi þeirra. Þá var í lögunum tekin upp skráningarskylda upplýsinga- og bókunarmiðstöðva. Eldri leyfishöfum var gert skylt að sækja um á ný til Ferðamálastofu og uppfylla skilyrði nýju laganna.

Fyrsta skírteinið var gefið út 6. febrúar sl. og í dag, rúmum 11 mánuðum síðar, var 150. skírteinið afhent Sportferðum ehf. Sportferðir ehf. eru eitt þeirra fyrirtækja sem höfðu leyfi samkvæmt gömlu lögunum en fyrirtækið fékk fyrst leyfi árið 1994.

Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir lögfræðingur hefur umsjón með þessum þætti í starfsemi Ferðamálastofu og hún segir að lögð hafi verið á það áhersla að ná til allar þeirra sem voru með gild leyfi nú fyrir áramót þar sem tryggingar vegna hinna gömlu leyfa falla úr gildi 1.janúar 2007. ?Þetta hefur tekist að verulegu leyti og örfáir aðilar eru nú eftir. Samhliða hafa auðvitað fjölmargir nýir aðilar bæst við og áhersla verður á það lögð á næstu mánuðum að ná til allra sem að mati Ferðamálastofu stunda leyfisskylda starfsemi.?

Í samræmi við lög um skipan ferðamála leggja ferðaskrifstofur fram neytendatryggingu vegna alferða og nú í lok árs hafa leyfishafar lagt fram tryggingar hjá Ferðamálastofu að verðmæti samtals um 1 milljarð króna. Leyfishafar hafa allir fengið afhent auðkenni frá Ferðamálastofu sem þeim ber að nota í auglýsingum sínum, kynningarefni og heimasíðu, sem staðfestingu fyrir neytendur að löggild starfsleyfi séu fyrir hendi.

Marinó Sveinsson framkvæmdastjóri Sportferða tekur við 150. skírteininu hjá þeim Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra og Auðbjörgu Lísu Gústafsdóttur lögfræðingi Ferðamálastofu.