Fara í efni

Icelandair skráð í Kauphöll Íslands

Icelandairvél
Icelandairvél

Stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, Icelandair, var í morgun skráð í Kauphöll Íslands. Jón Karl Ólafsson, forstjóri fyrirtækisins, segir skráninguna auka sveigjanleika fyrirtækisins og reiknar með að virði þess muni vaxa á næstu tólf mánuðum.

Útboðsgengið á hlutabréfum í Icelandair fyrir skráninguna í morgun var 27, sem þýðir að félagið var metið á 27 milljarða króna. Strax við upphaf skráningar fór gengið í 27,8, og því hækkaði markaðsvirði félagsins um tæpan milljarð.
Skoða frétt á visir.is