Fréttir

Skip með farþegaleyfi Siglingastofnunar Íslands

Samkvæmt lögum um eftirlit með skipum eru farþegaflutningar í atvinnuskyni, þar með taldar skoðunar- og veiðiferðir ferðamanna, háðir leyfi Siglingastofnunar Íslands. Í frétt á vef Siglingastofnunar kemur fram að leyfi til farþegaflutninga er gefið út þegar leitt er í ljós að fullnægt er ákvæðum laganna og reglugerða settra samkvæmt þeim, svo og ákvæðum annarra laga og reglugerða sem gilda um skip í farþegaflutningum. Fyrir slík skip skal fjöldi í hverri áhöfn ákveðinn af Siglingastofnun Íslands með hliðsjón af gerð skips, fyrirkomulagi þess og búnaði, svo og farsviði þess og útivist, þannig að fjöldi í áhöfn og skipting starfa fullnægi skilyrðum um að unnt sé að sinna öllum þáttum sem tryggja öryggi farþega, skipverja og skips. Skipstjóri skal varðveita um borð í skipi skjal er sannar gildi leyfisins. Á vef stofnunarinnar má nálgast lista yfir skip sem hafa farþegaleyfi. Þar er jafnframt að finna upplýsingar um þau lög og þær reglugerðir sem þarf að uppfylla, ásamt umsóknareyðublaði. Á listanum koma fram upplýsingar um nafn skips, skipaskrárnúmer, gildistími leyfis, farsvið, öryggismönnun og hámarksfjöldi farþega. Nánar á vef Siglingastofnunar Mynd: Haukur, skip Norðursiglingar á Húsavík, siglir seglum þöndum á Skjálfandaflóa. Mynd af vef Norðursiglingar.  
Lesa meira

Ný lög um skipan ferðamála

Endanleg útgáfa af nýjum lögum um skipan ferðamála, sem samþykkt voru á alþingi í síðustu viku, er nú aðgengileg á vef Alþingis.
Lesa meira

Hádegisverðarfundur á Loftleiðum

texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti
Lesa meira

Beint flug hefst til San Francisco

Í dag er fyrsta beina flug Icelandair til San Francisco. Til að byrja með verður flogið tvisvar í viku en fljótlega verður ferðum fjölgað í fjórar í viku. Þetta er í fyrsta sinn sem áætlanaflug er í boði á milli Íslands og vesturstrandar Bandaríkjanna. Flugið markar einnig þau tímamót í í sögu Icelandair að félagið tekur nú í fyrsta sinn í notkun Boeing-767 breiðþotu í áætlunarflugi. Hún flytur 270 farþega eða um 80 fleiri en Boeing 757 flugvélarnar sem Icelandair notar nú í áætlunarflugi. Flug beint til San Francisco tekur um 9 klukkustundir. Með í för í þessu fyrsta flugi eru meðal annarra þau Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur. Þau munu taka þátt í hátíðardagskrá ytra þar sem þau munu m.a. hitta borgarstjóra San Francisco.
Lesa meira

Námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu

Á næstunni eru fyrirhuguð námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Námskeiðin eru haldin á vegum Sæmundar fróða, sem er samstarfsverkefni Fræðsluráðs hótel- og matvælagreina og Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi. Markmið Sæmundar fróða er að efla símenntun í hótel- og matvælagreinum og skyldum greinum þ.m.t. ferðaþjónustu, auka samstarf atvinnulífs og skóla til að auka samkeppnishæfni atvinnulífs og bjóða einstaklingum hagnýta og fræðandi fag þekkingu á sviði hótel- og matvælagreina og skyldra greina. Samtök ferðaþjónustunnar eru meðal þeirra sem standa að Sæmundi fróða. Þjónustunámskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustuFyrirhugað er að halda þjónustunámskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu í samvinnu við SAF í lok maí og byrjun júní. Námskeiðið verður haldið, ef næg þátttaka fæst, á eftirfarandi stöðum: Reykjavík ? Keflavík ? Selfossi ? Kirkjubæjarklaustri ? Egilsstöðum ? Mývatni ? Húsavík - Akureyri ? Ísafirði ? Stykkishólmi. Eða eftir nánara samkomulagi. Námskeiðslýsing: Farið verður yfir helstu grunnþætti í ferðaþjónustu á Íslandi. Kennd er fagleg framkoma og snyrtimennska. Hvernig skal taka á móti gestum. Hugað að persónulegu hreinlæti og fatnaði. Vinna við borð gestsins. Framreiðsla, að taka af borði, í hvaða röð o.s.frv. Hvernig á að taka pöntun og skila henni af sér til eldhúss. Samband á milli þjóns og eldhúss. Sýnikennsla og þjálfun. Sölumennska. Nánari upplýsingar og skráning í símum 590-6402, 594-4000, og www.sfrodi.is Námskeið fyrir þernur á hótelumFyrirhugað er að bjóða upp á þernunámskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu víðs vegar um landið í samráði við þá staði sem þess óska. Þetta er mjög gott námskeið fyrir alla sem vinna við framleiðslu á matvælum. Námskeiðið er haldið í samvinnu við SAF. Námskeiðslýsing: Farið verður í undirstöðuþætti í hreinlætisfræði. Fjallað um viðkomandi gististað. Ýmis tæki, búnaður og efni skoðuð. Þrifaáætlun útbúin og skoðað hvernig hún er notuð. Rétt líkamsbeiting. Sýnikennsla á þrifum ásamt verklegri þjálfun nemenda. Farið verður í mannleg samskipti, boðleiðir innan fyrirtækis, nálægð við gestinn og fleira. Nánari upplýsingar og skráning í símum 590-6402, 594-4000, og sfrodi@sfrodi.is
Lesa meira

Erindi og myndir frá ráðstefnu um umhverfisvottun

Nú er komin hér inn á vefinn erindi fyrirlesara frá ráðstefnunni ?Umhverfisvottun í ferðaþjónustu ? tálsýn eða tækifæri?? sem haldinn var í liðinni viku. Einnig eru þar myndir sem teknar voru á ráðstefnunni. Ráðstefnan þótti takast vel í alla staði. Það voru Ferðamálaráð Íslands og Samgönguráðuneytið sem gengust fyrir ráðstefnunni, í samvinnu við Hólaskóla, Háskólann á Hólum, Landvernd, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálasamtök Íslands og Ferðamálasetur Íslands. Meðal fyrirlesara var Eugenio Yunis en hann stýrir þeirri deild Alþjóða ferðamálaráðsins sem fæst við sjálfbæra ferðaþjónustu. Lýstu hann yfir ánægju með þessa fyrstu Íslandsheimsókn sína og lauk lofsorði á framkvæmd ráðstefnunnar. Erindi frá ráðstefnunni Myndir frá ráðstefnunni
Lesa meira

Nýr Norðurlandsvefur opnaður

Í gær opnaði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sameiginlega vefsíðu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi, www.nordurland.is. Þetta er fyrsti vefurinn þar sem allur landshlutinn er kynntur sameiginlega og er árangur af starfi Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi. Samræmd miðlun upplýsingaÁ vefnum er að finna fjölbreyttar upplýsingar um ferðamöguleika, afþreyingu og annað sem þarf til að skipuleggja ferð um Norðurland. Hann markar þó ekki einungis tímamót að því leyti að vera fyrsti ferðavefurinn sem kynnir allt Norðurland sameiginlega heldur voru við gerð hans stigin ný skref hvað varðar miðlun upplýsinga í samstarfi við Ferðamálaráð Íslands. Þannig nýtir Norðurlandsvefurinn upplýsingar beint úr gagnagrunni Ferðamálaráðs, svo sem um gististaði, afþreyingu, samgöngur og fleira. Ásamt því að spara fé og fyrirhöfn tryggir þetta samræmda miðlun upplýsinga til ferðafólks. Þá er uppbygging og útlit á vefnum einnig með áþekkum hætti og á landkynningarvef Ferðamálaráðs, www.visiticeland.com Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi (MFN) hefur starfað frá árinu 2003. Hún er samstarfsvettvangur Norðurlands í ferðamálum og er í eigu ferðamálasamtaka Norðurlands eystra og Norðurlands vestra. Helsta hlutverk skrifstofunnar er að samræma markaðs- og kynningarmál norðlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum. Einnig styrkir hún og tekur virkan þátt í klasasamstarfi í tengslum við Vaxtarsamning Norðurlands. Ferðaþjónustufyrirtæki geta leitað eftir aðstoð og ráðgjöf hjá markaðsskrifstofunni varðandi kynningar- og markaðsmál. Einnig stendur skrifstofan fyrir fræðslu fyrir ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi í samstarfi við símenntunaraðila á svæðinu. Skipulagning heimsókna fjölmiðla- og ferðaskrifstofufólks er einnig stór þáttur í starfseminni og hann er afar mikilvægur þáttur í að koma Norðurlandi á framfæri erlendis, svo nokkur helstu verkefni skrifstofunnar séu nefnd. Valgerður Sverrisdóttir býr sig undir að opna nýja vefinn og Áskell Heiðar Ásgeirsson fylgist með. Skálað fyrir vel hepnuðu verki. Talið frá vinstri: Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands; Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra; María Axfjörð, starfsmaður MFN; Kjartan Lárusson, framkvæmdastjóri MFN, Rósa Aðalsteinsdóttir, verkefnisstjóri MFN, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipatráðherra og Áskell Heiðar Ásgeirsson,  sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar en hann stýrði vinnu við gerð nýja vefsins. Myndir: Ferðamálaráð/HA  
Lesa meira

Ferðamálastofa stofnuð með nýjum lögum um skipulag ferðamála

Alþingi samþykkti samhljóða í gærkvöld ný heildarlög um skipulag ferðamála sem taka gildi 1. janúar 2006. Verulegar breytingar verða á starfsemi Ferðamálaráðs sem stofnunar þar sem hún fær aukin stjórnsýsluleg verkefni, ásamt því sem nafni hennar verður breytt í Ferðamálastofa. Umfangsmikill málaflokkur bætist viðStofnunin mun áfram sinna öllum þeim verkefnum sem verið hafa á hennar könnu hingað til og við bætist umfangsmikill málaflokkur sem snýr að útgáfu ýmissa leyfa í ferðaþjónustu, skráningu á starfsemi og eftirliti með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt. Þetta tekur m.a. til ferðaskrifstofuleyfa. Nýtt hlutverk FerðamálaráðsFerðamálaráð, sem verið hefur stjórn stofnunarinnar, fær nú annað hlutverk þar sem Ferðamálastofa heyrir beint undir samgönguráðherra. Tíu fulltrúar munu sitja í nýju Ferðamálaráði. Það gerir, árlega eða oftar, tillögu til ráðherra um markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar. Jafnframt skal ferðamálaráð vera ráðherra til ráðgjafar um áætlanir í ferðamálum. Ferðamálaráð skal veita umsagnir um breytingar á lögum og reglum er varða ferðamál og annað sem ráðherra felur því eða ráðið telur ástæðu til að taka upp í þágu ferðaþjónustunnar. Megintilgangur lagannaÍ lögunum kemur fram að megintilgangur þeirra er að breyta hlutverki Ferðamálaráðs og gera skrifstofu Ferðamálaráðs kleift að gegna hlutverki stjórnsýslustofnunar, ásamt því að setja skýrari og fyllri reglur um leyfisskylda starfsemi og réttindi og skyldur sem leyfum fylgja. Eins og málum er nú háttað er Ferðamálaráð ekki eiginleg stjórnsýslustofnun en frumvarpinu er ætlað að gera Ferðamálastofu að slíkri stofnun. Allir núverandi samningar, þ.m.t. ráðningarsamningar starfsfólks og allar eignir og skuldbindingar núverandi Ferðamálaráðs samkvæmt lögunum, munu færast til Ferðamálastofu. ?Næstu mánuðir hjá okkur munu eðlilega fara í að búa stofnunina undir að sinna auknum verkefnum og takast á við nýtt hlutverk þannig að allt verði til reiðu um næstu áramót þegar Ferðamálastofa hefur starfsemi,? segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Skammt stórra högga á milliHann bætir við að með sanni megi segja að skammt sé stórra högga á milli í skipan mála ferðaþjónustunnar. Í síðustu viku samþykkti alþingi samhljóða þingsályktun um ferðamál. Felur hún í sér samþykkt áætlunar um ferðamál fyrir árin 2006-2015 og skapar grunn að stefnumótun stjórnvalda hvað varðar áherslur þeirra í þróun greinarinnar næstu 10 ár. Ný lög um skipan ferðamála má nálgast á vef alþingis. Skoða lög um skipan ferðamála    
Lesa meira

Umhverfisvottun í ferðaþjónustu -tálsýn eða tækifæri?

Í dag er haldin á Grand Hótel í Reykjavík ráðstefna um umhverfisvottun í ferðaþjónustu. Að henni standa Ferðamálaráð Íslands og Samgönguráðuneytið í samvinnu við Hólaskóla, Háskólann á Hólum, Landvernd, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálasamtök Íslands og Ferðamálasetur Íslands. Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á og koma af stað umræðu um umhverfisvottun í ferðaþjónustu, með höfuðáherslu á umræðu um umhverfisvottun sem tæki til að ná fram sparnaði í rekstri. Meðal fyrirlesara er Eugenio Yunis, yfirmaður þeirrar deildar Alþjóða ferðamálaráðsins sem fæst við sjálfbæra ferðaþjónustu. Ráðstefnan hefst kl. 9 hægt er að skrá sig á staðnum. Dagskrá: Kl. 09:00  Setning: Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs Íslands Kl. 09:10 Sustainability of Tourism and the Role of Certification Mr. Eugenio Yunis, Head, Sustainable Development of Tourism, WTO Kl. 09:45 Umhverfismerki, kostir og gallar Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, UMÍS ehf. Environice Kl. 10:15  Umræður og fyrirspurnir Kl. 10:30 Kaffihlé Kl. 11:00  Ferðaþjónustan og samfélagið, hlutverk sveitarstjórna  Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar Kl. 11:20 Umhverfisvitund og markaðssetningMagnús Oddsson, ferðamálastjóri Kl. 11:40  Umræður og fyrirspurnir Kl. 12:00  Matarhlé Kl. 12:00   Veggspjaldakynning ? Vottunaraðilar í ferðaþjónustu: Green Globe 21, Norræni Svanurinn, Bláfáninn og ISO 14001 Kl. 13:30 Græn innkaup, hver er galdurinn?Finnur Sveinsson, umhverfis- og viðskiptafræðingur Kl. 13:50 Ábyrg umhverfisvitund, hlutverk hagsmunasamtakaÞorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF Kl. 14:10 Umræður og fyrirspurnir Kl. 14:35    Hvers virði er umhverfisvottun eða umhverfisstefna?Flutt verða stutt erindi og í framhaldinu verða pallborðsumræður undir stjórn Tryggva Felixsonar , framkvæmdastjóra Landvermdar. Eftirfarandi erindi verða flutt: Kl. 14:40 Sigríður Ólafsdóttir, Farfuglaheimilið í Reykjavík, Norræni Svanurinn  Kl. 14:50 Guðrún Bergmann, Hótel Hellnar, Green Globe 21  Kl. 15:00 Anna Sverrisdóttir, Bláa Lónið, Bláfáninn    Kl. 15:10 Pálmar Sigurðsson, Hópbílar og Hagvagnar, ISO 14001    Kl. 15:20 Ingibjörg Ólafsdóttir, Radisson SAS og Park Inn á Íslandi Kl. 15:30 Umræður með þátttöku fyrirlesaranna úr pallborði.  Kl. 16:00 Samantekt: Pétur Rafnsson, formaður FSÍ Kl. 16:15 Ráðstefnuslit: Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs Ráðstefnustjóri:  Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu Ráðstefnugjald: kr. 4.000,-  og  kr. 2.000,- fyrir nemendurInnifalið í ráðstefnugjaldi eru ráðstefnugögn, hádegisverður og kaffiveitingar.  
Lesa meira

Umhverfisvottun í ferðaþjónustu -tálsýn eða tækifæri?

Ferðamálaráð Íslands og Samgönguráðuneytið í samvinnu við Hólaskóla, Háskólann á Hólum, Landvernd, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálasamtök Íslands og Ferðamálasetur Íslands boða til ráðstefnu  til að vekja athygli á og koma af stað umræðu um umhverfisvottun í ferðaþjónustu, með höfuðáherslu á umræðu um umhverfisvottun sem tæki til að ná fram sparnaði í rekstri. Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 11. maí næstkomandi á Grand Hótel í Reykjavík. Dagskrá: Kl. 09:00  Setning: Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs Íslands Kl. 09:10 Sustainability of Tourism and the Role of Certification Mr. Eugenio Yunis, Head, Sustainable Development of Tourism, WTO Kl. 09:45 Umhverfismerki, kostir og gallar Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, UMÍS ehf. Environice Kl. 10:15  Umræður og fyrirspurnir Kl. 10:30 Kaffihlé Kl. 11:00  Ferðaþjónustan og samfélagið, hlutverk sveitarstjórna  Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar Kl. 11:20 Umhverfisvitund og markaðssetningMagnús Oddsson, ferðamálastjóri Kl. 11:40  Umræður og fyrirspurnir Kl. 12:00  Matarhlé Kl. 12:00   Veggspjaldakynning ? Vottunaraðilar í ferðaþjónustu: Green Globe 21, Norræni Svanurinn, Bláfáninn og ISO 14001 Kl. 13:30 Græn innkaup, hver er galdurinn?Finnur Sveinsson, umhverfis- og viðskiptafræðingur Kl. 13:50 Ábyrg umhverfisvitund, hlutverk hagsmunasamtakaÞorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF Kl. 14:10 Umræður og fyrirspurnir Kl. 14:35    Hvers virði er umhverfisvottun eða umhverfisstefna?Flutt verða stutt erindi og í framhaldinu verða pallborðsumræður undir stjórn Tryggva Felixsonar , framkvæmdastjóra Landvermdar. Eftirfarandi erindi verða flutt: Kl. 14:40 Sigríður Ólafsdóttir, Farfuglaheimilið í Reykjavík, Norræni Svanurinn  Kl. 14:50 Guðrún Bergmann, Hótel Hellnar, Green Globe 21  Kl. 15:00 Anna Sverrisdóttir, Bláa Lónið, Bláfáninn    Kl. 15:10 Pálmar Sigurðsson, Hópbílar og Hagvagnar, ISO 14001    Kl. 15:20 Ingibjörg Ólafsdóttir, Radisson SAS og Park Inn á Íslandi Kl. 15:30 Umræður með þátttöku fyrirlesaranna úr pallborði.  Kl. 16:00 Samantekt: Pétur Rafnsson, formaður FSÍ Kl. 16:15 Ráðstefnuslit: Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs Ráðstefnustjóri:  Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu Ráðstefnugjald: kr. 4.000,-  og  kr. 2.000,- fyrir nemendurInnifalið í ráðstefnugjaldi eru ráðstefnugögn, hádegisverður og kaffiveitingar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs Íslands í síma 464-9990 og í gegnum netfangið:  upplysingar@icetourist.is  Skráning á ráðstefnuna  
Lesa meira