Fara í efni

Gistinætur í mars

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta á hótelum í mars síðastliðnum. Voru þær 62.815 talsins, samanborðið við 68.070 árið 2004 Þetta samsvarar 9% fækkun.

Gistinóttum fækkaði í mars á öllum landsvæðum nema tveimur.  Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum úr 3.240 í 4.790 milli ára (48%) og á Norðurlandi úr 3.700 í 4.830 (31%).  Á höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur 45.350 og fækkaði um 9% á milli ára.  Á Austurlandi voru gistinæturnar í mars 1.230 en voru 2.020 árið á undan sem er 39% fækkun.  Á Suðurlandi átti sér einnig stað samdráttur í mars, eða sem nemur 19% því gistinóttum fækkaði þar um 1.580 milli ára.

Fækkun gistinátta á hótelum í mars 2005 er aðallega vegna útlendinga (-15%), en gistinóttum Íslendinga fækkaði um 1%.

Ahygli skal vakin á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið (í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann).  Fjöldi hótela í þessum flokki gististaða sem opnir voru í mars voru 68 talsins 2005, en voru 65 árið á undan. ölur fyrir 2004 og 2005 eru bráðabirgðatölur.