Fara í efni

Aðalfundur samtakanna Cruise Iceland

Á morgun, 10. maí, munu samtökin Cruise Iceland halda fyrsta aðalfund sinn. Samtökin voru stofnuð í febrúar í fyrra og er tilgangur þeirra að auka samvinnu allra sem hagsmuna eiga að gæta vegna móttöku skemmtiskipa hérlendis.

Samtökunum er m.a. ætlað á næstu misserum að leggja áherslu á að markaðssetja Ísland sem áhugaverðan áfangastað skemmtiskipa bæði í samvinnu við innlenda og erlenda aðila,  huga að möguleikum þess að fá fleiri skip til þess að skipta um farþega á Íslandi og kanna möguleika þess efnis að fá skip til þess að sigla hringferðir í kringum Ísland sumarlangt. Einnig munu  samtökin skoða hvernig hægt sé að stuðla að frekari vöruþróun í framboði afþreyingar fyrir farþega skipanna og skoða möguleika á frekari verslun við farþega og útgerð skipanna. Cruise Iceland eru markaðs- og hagsmunasamtök sem stuðla vilja að  betra rekstrarumhverfi greinarinnar, og þeim er ætlað að vera sameiginleg rödd þeirra aðila sem starfa á þessu sviði gagnvart t.d. opinberum aðilum og öðrum sem hafa með mál skemmtiskipa að gera hér á landi.
Fyrirtæki, stofnanir, einstaklingar og sjálfstæðir atvinnurekendur sem starfa í ferða- og þjónustuiðnaði við skemmtiskip eða í skyldum greinum geta gerst meðlimir í samtökunum.

Aðalfundurinn er haldinn í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, 4. hæð og hefst fundurinn klukkan 13:00.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfstímabil.
2. Reikningar félagsins.
3. Tillaga stjórnar um fjárhagsáætlun líðandi árs.
4. Kosning stjórnar.
5. Önnur aðalfundarstörf.
 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til:

Alda Þrastardóttir, verkefnastjóri ? alda@icetourist.is, sími 464-9990