Fara í efni

Námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu

Umsóknarfrestur um hlutafjárkaup Byggðastofnunar
Umsóknarfrestur um hlutafjárkaup Byggðastofnunar

Á næstunni eru fyrirhuguð námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Námskeiðin eru haldin á vegum Sæmundar fróða, sem er samstarfsverkefni Fræðsluráðs hótel- og matvælagreina og Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi.

Markmið Sæmundar fróða er að efla símenntun í hótel- og matvælagreinum og skyldum greinum þ.m.t. ferðaþjónustu, auka samstarf atvinnulífs og skóla til að auka samkeppnishæfni atvinnulífs og bjóða einstaklingum hagnýta og fræðandi fag þekkingu á sviði hótel- og matvælagreina og skyldra greina. Samtök ferðaþjónustunnar eru meðal þeirra sem standa að Sæmundi fróða.

Þjónustunámskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu
Fyrirhugað er að halda þjónustunámskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu í samvinnu við SAF í lok maí og byrjun júní. Námskeiðið verður haldið, ef næg þátttaka fæst, á eftirfarandi stöðum: Reykjavík ? Keflavík ? Selfossi ? Kirkjubæjarklaustri ? Egilsstöðum ? Mývatni ? Húsavík - Akureyri ? Ísafirði ? Stykkishólmi. Eða eftir nánara samkomulagi. Námskeiðslýsing: Farið verður yfir helstu grunnþætti í ferðaþjónustu á Íslandi. Kennd er fagleg framkoma og snyrtimennska. Hvernig skal taka á móti gestum. Hugað að persónulegu hreinlæti og fatnaði. Vinna við borð gestsins. Framreiðsla, að taka af borði, í hvaða röð o.s.frv. Hvernig á að taka pöntun og skila henni af sér til eldhúss. Samband á milli þjóns og eldhúss. Sýnikennsla og þjálfun. Sölumennska. Nánari upplýsingar og skráning í símum 590-6402, 594-4000, og www.sfrodi.is

Námskeið fyrir þernur á hótelum
Fyrirhugað er að bjóða upp á þernunámskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu víðs vegar um landið í samráði við þá staði sem þess óska. Þetta er mjög gott námskeið fyrir alla sem vinna við framleiðslu á matvælum. Námskeiðið er haldið í samvinnu við SAF.
Námskeiðslýsing: Farið verður í undirstöðuþætti í hreinlætisfræði. Fjallað um viðkomandi gististað. Ýmis tæki, búnaður og efni skoðuð. Þrifaáætlun útbúin og skoðað hvernig hún er notuð. Rétt líkamsbeiting. Sýnikennsla á þrifum ásamt verklegri þjálfun nemenda. Farið verður í mannleg samskipti, boðleiðir innan fyrirtækis, nálægð við gestinn og fleira. Nánari upplýsingar og skráning í símum 590-6402, 594-4000, og sfrodi@sfrodi.is