Fara í efni

Umhverfisvottun í ferðaþjónustu -tálsýn eða tækifæri?

Herðubreið
Herðubreið

Í dag er haldin á Grand Hótel í Reykjavík ráðstefna um umhverfisvottun í ferðaþjónustu. Að henni standa Ferðamálaráð Íslands og Samgönguráðuneytið í samvinnu við Hólaskóla, Háskólann á Hólum, Landvernd, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálasamtök Íslands og Ferðamálasetur Íslands.

Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á og koma af stað umræðu um umhverfisvottun í ferðaþjónustu, með höfuðáherslu á umræðu um umhverfisvottun sem tæki til að ná fram sparnaði í rekstri. Meðal fyrirlesara er Eugenio Yunis, yfirmaður þeirrar deildar Alþjóða ferðamálaráðsins sem fæst við sjálfbæra ferðaþjónustu. Ráðstefnan hefst kl. 9 hægt er að skrá sig á staðnum.

Dagskrá:

 • Kl. 09:00  Setning: Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs Íslands
 • Kl. 09:10 Sustainability of Tourism and the Role of Certification
  Mr. Eugenio Yunis, Head, Sustainable Development of Tourism, WTO
 • Kl. 09:45 Umhverfismerki, kostir og gallar
  Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, UMÍS ehf. Environice
 • Kl. 10:15  Umræður og fyrirspurnir

Kl. 10:30 Kaffihlé

 • Kl. 11:00  Ferðaþjónustan og samfélagið, hlutverk sveitarstjórna
   Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar
 • Kl. 11:20 Umhverfisvitund og markaðssetning
  Magnús Oddsson, ferðamálastjóri
 • Kl. 11:40  Umræður og fyrirspurnir

Kl. 12:00  Matarhlé

 • Kl. 12:00   Veggspjaldakynning ? Vottunaraðilar í ferðaþjónustu:
   Green Globe 21, Norræni Svanurinn, Bláfáninn og ISO 14001
 • Kl. 13:30 Græn innkaup, hver er galdurinn?
  Finnur Sveinsson, umhverfis- og viðskiptafræðingur
 • Kl. 13:50 Ábyrg umhverfisvitund, hlutverk hagsmunasamtaka
  Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF
 • Kl. 14:10 Umræður og fyrirspurnir
 • Kl. 14:35    Hvers virði er umhverfisvottun eða umhverfisstefna?
  Flutt verða stutt erindi og í framhaldinu verða pallborðsumræður undir stjórn Tryggva Felixsonar , framkvæmdastjóra Landvermdar. Eftirfarandi erindi verða flutt:
  • Kl. 14:40 Sigríður Ólafsdóttir, Farfuglaheimilið í Reykjavík, Norræni Svanurinn 
  • Kl. 14:50 Guðrún Bergmann, Hótel Hellnar, Green Globe 21 
  • Kl. 15:00 Anna Sverrisdóttir, Bláa Lónið, Bláfáninn   
  • Kl. 15:10 Pálmar Sigurðsson, Hópbílar og Hagvagnar, ISO 14001   
  • Kl. 15:20 Ingibjörg Ólafsdóttir, Radisson SAS og Park Inn á Íslandi
 • Kl. 15:30 Umræður með þátttöku fyrirlesaranna úr pallborði. 
 • Kl. 16:00 Samantekt: Pétur Rafnsson, formaður FSÍ
 • Kl. 16:15 Ráðstefnuslit: Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs

Ráðstefnustjóri:  Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu

Ráðstefnugjald: kr. 4.000,-  og  kr. 2.000,- fyrir nemendur
Innifalið í ráðstefnugjaldi eru ráðstefnugögn, hádegisverður og kaffiveitingar.