Fara í efni

Beint flug hefst til San Francisco

Allir fjallvegir opnir
Allir fjallvegir opnir

Í dag er fyrsta beina flug Icelandair til San Francisco. Til að byrja með verður flogið tvisvar í viku en fljótlega verður ferðum fjölgað í fjórar í viku.

Þetta er í fyrsta sinn sem áætlanaflug er í boði á milli Íslands og vesturstrandar Bandaríkjanna. Flugið markar einnig þau tímamót í í sögu Icelandair að félagið tekur nú í fyrsta sinn í notkun Boeing-767 breiðþotu í áætlunarflugi. Hún flytur 270 farþega eða um 80 fleiri en Boeing 757 flugvélarnar sem Icelandair notar nú í áætlunarflugi. Flug beint til San Francisco tekur um 9 klukkustundir. Með í för í þessu fyrsta flugi eru meðal annarra þau Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur. Þau munu taka þátt í hátíðardagskrá ytra þar sem þau munu m.a. hitta borgarstjóra San Francisco.