Vestnorden lýkur í dag

Vestnorden lýkur í dag
Hópbílar og Hagvagnar fá alþjóðlega umhverfisvottun

Hinni árlegu Vestnorden ferðakaupstefnu lýkur í dag í Laugardalshöllinni. Um 230 aðilar tóku þátt að þessu sinni og ekki annað að heyra en vel hafi tekist til.

Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að kaupstefnunni síðastliðna tvo áratugi og skiptast á um að sjá um framkvæmdina. Dagskráin hófst á sunnudag en þá var boðið upp á tveggja daga skoðunarferðir um landið. Formleg setning var síðan í Borgarleikhúsinu á mánudagskvöld og í gærmorgun hófst hin eiginlega kaupstefna í Laugardalshöllinni. Hátíðarkvöldverður og skemmtun voru á Brodway í gærkvöld og kaupstefnunni var síðan fram haldið í dag. Henni líkur svo laust eftir hádegi og gefst kaupendum þá kostur á ferðum til Grænlands og Færeyja.

Á Vestnorden er stefnt saman ferðaheildsölum frá hinum ýmsu löndum og ferðaþjónustuaðilum frá frá vestnorrænu löndunum þremur. Hittast þeir á stuttum fundum sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Tæplega 100 íslenskir aðilar voru skráðir til þátttöku á Vestnorden að þessu sinni.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á meðan Vestnorden stóð sem hæst í gær en fleiri myndir munu birtast hér á vefnum innan tíðar.


Starfsfólk Ferðamálaráðs önnum kafið við að kynna landið.
Haukur Birgisson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í
Þýskalandi, Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs og
Lisbeth jJensen, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í
Kaupmannahöfn.


Vestfirðingar á Vestnorden.


Hörður Sigurbjarnarson og Þórunn Harðardóttir hjá Norðursiglingu.


Veglegur bás Reyknesinga.


Center Hótel Skjaldbreið og Klöpp.

 


Athugasemdir