Ferðaþjónusta bænda nær viðmiðum Green Globe 21

Ferðaþjónusta bænda nær viðmiðum Green Globe 21
GreenGlobe21

Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda hf. og Ferðaþjónustan að Hólum í Hjaltadal, sem er innan vébanda ferðaþjónustu bænda, hafa nýverið náð viðmiðum Green Globe 21 í umhverfismálum.

Í frétt frá Ferðaþjónustu bænda kemur fram að unnið hafi verið að þessu markmiði í rúmt ár en næsta skref sé að vinna að því að fá vottun Green Globe 21. Til að fá slíka vottun þarf óháður þriðji aðili að votta að ferðaþjónustufyrirtæki hafi náð að uppfylla kröfur Green Globe 21 með tilliti til umhverfismála.
Fyrirtækin fá viðurkenningu fyrir árangurinn sem gildir til eins árs í senn, en á hverju ári þarf að staðfesta og betrumbæta árangurinn. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir þessi fyrirtæki og góð hvatning fyrir þá sem eru að stuðla að umhverfisvænni starfsháttum í samstarfi við Green Globe 21, segir í fréttinni.

Green Globe 21 eru alþjóðleg samtök sem vinna að umhverfismálum með neytendum, fyrirtækjum og samfélögum að þróun sjálfbærari ferðaþjónustu í anda Dagskrár 21. Þess má geta að í dag eru 22 fyrirtæki og 1 áfangastaður á Íslandi aðilar að Green Globe 21, þar af eru 16 fyrirtæki innan vébanda Ferðaþjónustu bænda. Hólaskóli - Háskólinn á Hólum er úttektaraðili fyrir Green Globe 21 hér á Íslandi.

Frekari upplýsingar veita undirrituð:

Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri Ferðaþjónustu bænda og Hólaskóla berglind@farmholidays.is, sími: 570-2707.

Kjartan Bollason, verkefnisstjóri Green Globe 21 hjá Hólaskóla, kjartan@holar.is, sími: 455-6326.

 


Athugasemdir