Fréttir

Vestnorden hefst í næstu viku

Tæplega 100 íslensk fyrirtæki eru skráð til þátttöku á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem hefst í Laugardalshöllinni næstkomandi mánudag. Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að kaupstefnunni síðastliðna tvo áratugi og er hún haldin til skiptis í löndunum þremur. Ríflega 130 sýnendurSýnendur á kaupsstefnunni koma frá vestnorrænu löndunum þremur auk þess sem fyrirtæki frá Danmörku og Settlandseyjum taka þátt. Samtals eru 133 fyrirtæki frá þessum löndum skráð sem sýnendur að þessu sinni þannig Íslendingar lang fölmennastir líkt og jafnan áður. Ferðamálaráð Íslands verður að sjálfsögðu með bás á kaupstefnunni. Kaupendur koma víð aðÁ Vestnorden hitta sýnendurnir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum sem eru að selja ferðir til norrænu landanna og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Ríflega 100 kaupendur frá 18 löndum eru skráðir til þátttöku á Vestnorden að þessu sinni. Má þar nefna fyrirtæki frá Ástralíu, N.-Ameríku og Rússlandi en flest eru fyrirtækin þó frá nágrannaríkjum okkar í V.-Evrópu. Danir eru fjölmennastir en 17 danskir aðilar taka þátt og frá Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum kemur um tugur fyrirtækja frá hverju landi. Heimasíða Vestnorden 2004Að þessu sinni er það Ferðamálaráð Íslands sem sér um að halda Vestnorden en samið var við Congress Reykjavík um skipulagningu og framkvæmd. Á heimasíðu Vestnorden má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um kaupstefnuna. Meðal annars er á síðunni hægt að skoða skrá yfir alla sýnendur og kaupendur.  
Lesa meira

Forverkefnisskýrslan "Plokkfiskur" komin út

Út er komin forverkefnisskýrslan "Plokkfiskur-íslensk strandmenning sem grunnur að ferðaþjónustu í framtíðinni". Um er að ræða samstarfsverkefni Húsafriðunarnefndar, Samgönguráðuneytisins og siglingastofnunar en að því hafa einnig komið fleiri aðilar, m.a. Ferðamálaráð Íslands. Forsaga málsinsÍ kjölfar Norrænnar vitaráðstefnu í maí 2003 lagði Húsafriðunarnefnd ríkisins fram fyrstu áætlun um varðveislu og friðun íslenskra vita, "Greinargerð um varðveislumat vita og tillögur um friðun", 1. desember 2003. Þar með varð Ísland eitt af fyrstu löndum heims til að skilgreina vita landsins sem mikilvægan hluta menningararfs þjóðarinnar og veita hluta þessara bygginga gæðastimpil með friðun. Samstarfi komið áMeð greinargerðina að viðmiðun og í samvinnu við Íslenska vitafélagið var spurningin um framhaldandi vinnu í sambandi við áætlunina rædd við Siglingastofnun og Samgönguráðuneytið. Í kjölfarið var komið á laggirnar Þverfaglegri samvinnu þar sem aðalmarkmiðið er að líta á strandmenningu landsins alls sem grunn að áframhaldandi friðun og hvernig hægt sé að nota strandmenningu við þróun á gæðaferðaþjónustu (kvalitetsturisme). Húsafriðunarnefnd, samgönguráðuneytið og Siglingastofnun réðu Bjálkann ehf og Rådgjevningsfirmaet "LAURA" til að koma með tillögur að því hvernig hægt sé að kortleggja þessa möguleika og hvað hægt sé að gera til að koma kerfisbundinni þróun í ferðaþjónustu, byggðri á strandmenningu Íslands. Ljósmynd: Ingi Gunnar Jóhannsson  
Lesa meira

Upplifun og afþreying - Ráðstefna um uppbyggingu og þróun á sviði skapandi greina

Impra nýsköpunarmiðstöð heldur ráðstefnu um uppbyggingu og þróun á sviði skapandi greina (Creative Industries) með sérstaka áherslu á ferðamennsku þann 9. september næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum undir heitinu "Creative Industries-Experience Tourism". Í frétt frá Impru kemur fram að mikilvægt sé að fylgjast vel með þróun skapandi greina og gera frekari rannsóknir á þeim hérlendis. Á ráðstefnunni verður farið yfir stöðu mála hérlendis auk þess sem erlendir fyrirlesarar koma að henni. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á stöðu mála hérlendis og í nágrannalöndunum með það að leiðarljósi að taka rétta stefnu auk þess að ræða möguleika á hugsanlegu styrkhæfu samstarfi við nágranna okkar á Norðurlöndunum. Mörg af þeim innlendu samtökum sem heyra til skapandi greina hafa að undanförnu markað sér stefnu til framtíðar og væntanlega eru þau ófá tækifærin sem leynast í herbúðum þeirra. Erlendir þátttakendur ráðstefnunnar eru samstarfsaðilar Impru í nýju norrænu verkefni sem ber heitið Jenka og er ætlað að efla þær atvinnugreinar sem flokkast undir skapandi greinar. Eins og sakir standa liggja ekki fyrir miklar upplýsingar um greinina en Dr. Ágúst Einarsson hefur þó tekið saman upplýsingar um þessar greinar hérlendis. Jenka verkefninu er ætlað m.a. að efla rannsóknir, auka aðgang að fjármagni, miðla þekkingu og skapa aukin tækifæri. Þátttökugjald er 7.800 kr. og innifalinn er hádegisverður og kaffi og meðlæti. Þátttökutilkynningar berist Impru í síma 570-7267 eða á impra@impra.is. Nánari upplýsingar gefur Helga Sigrún Harðardóttir, verkefnastjóri á Impru í síma 570-7269/899-9961 eða á helgasigrun@iti.is Fyrirlesarar: Dr. Peter Billing, Centre for tourism and regional research, Danmörku Ossian Stjärnstrand, Research institute of tourism, Gautaborg, Svíþjóð Dr. Ágúst Einarsson, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands Gísli Örn Garðarsson, Vesturporti, leikstjóri og leikari í Rómeó og Júlíu Anna Sverrisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bláa Lónsins og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar Gunnar Guðmundsson, Samtón, Sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðenda Kjartan Már Kjartansson, Latabæ Tore Wanscher, verkefnisstjóri Jenka, norræns verkefnis um uppbyggingu í Creative Industries Nina Etelä og Lise Sund frá Nordisk Innovations Center Dagskrá ráðstefnunnar (PDF-skjal)  
Lesa meira

Gistináttatölur sýna stóraukin ferðalög Íslendinga um eigið land

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í júlí síðastliðnum. Samkvæmt þeim voru gistinætur nú 150.329 talsins en voru 127.905 árið 2003. Þetta þýðir m.ö.o. 17,5% fjölgun á milli ára. Aukning í öllum landshlutumGistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum þennan mánuð. Aukningin var mest á Austurlandi, en gistináttafjöldinn þar fór úr 7.016 í 8.746 milli ára (24,7%). Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin 22,7% þegar gistinæturnar fóru úr 71.910 í 88.200 milli ára. Á Suðurlandi voru gistinæturnar á hótelum í júlí 21.747 en voru 19.071 árið 2003 (14%). Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum jókst gistináttafjöldinn í júlí um 10,8% þegar gistinæturnar fóru úr 12.317 í 13.642 milli ára. Á Norðurlandi nam aukning gistinátta rúmum 2% og hlýtur að vekja athygli að hún skuli ekki mælast meiri. Tölur fyrir 2004 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega. Aukin ferðalög ÍslendingaSé þróunin meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna borin saman kemur í ljós að í júlí fjölgaði gistinóttum Íslendinga á hótelum um 26,8% en gistinóttum útlendinga um 16,7%. "Tölur um fjölgun gistinátta Íslendinga á hótelum eru sérlega áhugaverðar í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um mikla fjölgun tjaldvagna og fellihýsa. Að þessu tvennu samanlögðu, þ.e. fjölgun gistinátta á hótelum og fjölgun tjald- og fellihýsa, virðist mega draga þá ályktun að ferðalög Íslendinga um eigið land hafi aukist verulega, sem sannarlega er ánægjuleg þróun. Skýringin á þessu er margþætt. Í fyrsta lagi hefur verið lögð mikil áhersla á að byggja upp áhugaverða afþreyingu fyrir innlenda gesti um land allt. Í öðru lagi hefur auknum opinberum fjármunum verið varið í að kynna landið sem ferðamannaland fyrir Íslendingum og loks má nefna að sveitarfélög og fyrirtæki víða um land hafa boðið til fjölda viðburða, sérstaklega í formi hátíða heima héraði, sem draga fjölda fólks að," segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri Ljósmynd: Ingi Gunnar Jóhannsson.  
Lesa meira

Gistinóttum í janúar til apríl fjölgaði um 9,4% milli ára

Gistinætur á hótelum og gistiheimilum fyrstu fjóra mánuði ársins 2004 voru 258.771 en voru 236.607 fyrir sama tímabil árið 2003. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag. Mest aukning á AusturlandiÁ þessu tímabili fjölgaði gistinóttum í öllum landshlutum. Mest var aukningin á Austurlandi en þar nam hún rúmum 3000 gistinóttum eða sem nemur 41,5% og á Norðurlandi vestra (41,2%), en minnst aukning var á Suðurnesjum, eða 3,7%. Fjölgun gistinátta á hótelum og gistiheimilum janúar-apríl á bæði við um íslenska (10,7%) og erlenda gesti (8,8%).   2003 2004 Breyting, %   Allt landið 236.607 258.771 9,4   Höfuðborgarsvæðið 167.972 182.370 8,6 Suðurnes 9.668 10.029 3,7 Vesturland 5.968 7.035 17,9 Vestfirðir 2.003 2.335 16,6 Norðurland vestra 1.744 2.462 41,2 Norðurland eystra 14.196 14.764 4,2 Austurland 7.313 10.347 41,5 Suðurland 27.743 29.429 6,1 Framboð og nýtingAlls voru 171 hótel og gistiheimili opin fyrstu fjóra mánuði ársins 2004, en það eru 5 fleiri staðir en árið á undan. Herbergjafjöldi fór úr 4.740 í 5.031 milli ára (&,2% aukning) og rúmafjöldi úr 9.622 í 9.995 (3,9% aukning). Nýting gistirýmis fór úr 28,5% í 30,7% milli ára fyrir landið í heild. Á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum versnaði nýtingin meðan hún batnaði á landsbyggðinni fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil árið 2003. Tölur fyrir 2004 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega.  
Lesa meira

Skipun starfshóps um akstur í óbyggðum

Umhverfisráðuneytið hefur, í samráði við samgönguráðuneytið, skipað starfshóp sem á að gera tillögur um hvaða vegir og slóðar í óbyggðum skuli teljast til vega með hliðsjón af afdráttarlausu ákvæði um bann við akstri utan vega í náttúruverndarlögum. Stemma stigu við utanvegaakstriÞetta er liður í viðleitni ráðuneytisins til að stemma stigu við akstri utan vega, sem er viðvarandi vandamál þrátt fyrir aukna fræðslu og eftirlit á undanförnum árum. Árni Bragason, sviðsstjóri náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, er formaður hópsins, en auk hans eiga sæti í honum þau Eydís Líndal Finnbogadóttir frá Landmælingum Íslands og Eymundur Runólfsson frá Vegagerðinni. Til grundvallar starfi hópsins liggur vinna Landmælinga og Vegagerðarinnar, sem hafa mælt út um 22.000 km af vegum og slóðum á undanförnum árum. Starfshópurinn mun skoða kort af slóðunum og meta hverjum má halda opnum fyrir umferð og hverjum skal loka af náttúruverndarástæðum. Þegar tillögur starfshópsins liggja fyrir munu þær kynntar og ræddar við viðkomandi sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila og það rætt hvernig best verði að hrinda tillögum hópsins í framkvæmd. Akstur utan vega er bannaður samkvæmt náttúruverndarlögum, en erfitt hefur verið í raun að taka á sumum brotum þegar menn aka á slóðum í óbyggðum og telja sig vera á leyfilegum ökuleiðum. Umhverfisráðuneytið hyggst á næstunni boða hagsmunaaðila, félagasamtök og aðra á samráðsfund, þar sem starf starfshópsins verður kynnt og rætt um aðrar leiðir til að taka á akstri utan vega.  
Lesa meira

Viðurkenning til Hótel Búða

Breska blaðið "The Independent" útnefndi á dögunum Hótel Búðir á Snæfellsnesi sem eitt af fimm bestu sjávarsíðuhótelum í heimi. Er þetta önnur viðurkenningin af þessu tagi sem Hótel Búðum áskotnast á skömmum tíma en eins og greint var frá hér á vefnum komst hótelinð einnig á svonefndan "Hotlist" hins virta ferðatímarits "Condé Nast Traveler" yfir 100 bestu nýju hótel í heimi. The Independent segir í rökstuðningi sínum að á Hótel Búðum sé raunar meiri jöklasýn en útsýni til sjávar en hótelið sé á staðnum þar sem Jules Verne lét söguna Leyndardóma Snæfellsjökuls gerast. Greint er frá því að hótelið hafi áður verið lítill sjávarréttastaður og gistiheimili en hafi orðið eldi að bráð fyrir nokkrum árum. Er þess getið að þar hafi nóbelskáldið Halldór Kiljan Laxnes stundum dvalið við skriftir. Hið nýja hótel sé endurbætt útgáfa hins eldra og skarti m.a. ljósmyndum frá síðustu öld og glerlömpum sem eldurinn hafi ekki náð að granda. Hin hótelin fjögur sem blaðið velur eru J Sweden í sænska skerjagarðinum, The Caves á Jamaíka, Portixol í Palma á Mallorca og Deseo í Mexíkó. Grein The Independent Mynd af vef Hótel Búða  
Lesa meira