Sjálfbær ferðaþjónusta, ráðstefna um flokkunarviðmið

Sjálfbær ferðaþjónusta, ráðstefna um flokkunarviðmið
Ferðafréttir komnar út

-Vottun Snæfellsness hjá Green Globe 21 tilnefnd af Ferðamálaráði Íslands
Dagana 17.-20. október næstkomandi gengst Alþjóða ferðamálaráðið (WTO) fyrir ráðstefnu í Tékklandi. Megin þemað verður "Samvinna opinberra og einkaaðila um flokkunarviðmið í sjálfbærri ferðaþjónustu." Kallað var eftir áhugaverðum dæmum um slíka flokkun og tilnefndi Ferðamálaráð verkefni sem verið hefur í gangi á Snæfellsnesi þar sem stór hluti þess svæðis er flokkaður samkvæmt viðmiði frá Green Globe 21. Hefur WTO þegið boð Íslendinga og verður verkefnið kynnt í Tékklandi.

Heimasíða ráðstefnunnar

 


Við Arnarstapa á Snæfellsnesi.
Ljósmynd: Ragnar Th. Sigurðsson.

 


Athugasemdir