Myndir frá Vestnorden 2004

Nú eru komnar hér inn á vefinn myndir frá 19. Vestnorden ferðakaupstefnunni sem haldin var í Laugardalshöllinni í liðinni viku.

Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja standa í sameiningu að Vestnorden og þar hittast ferðaheildsalar frá hinum ýmsu löndum ásamt ferðaþjónustuaðilum frá vestnorrænu löndunum þremur. Tæplega 100 íslenskir aðilar tóku þátt á Vestnorden að þessu sinni. Næst er komið að Grænlendingum að sjá um kaupstefnuna og verður hún haldin í Kaupmannahöfn að ári liðnu.

 Skoða myndir frá Vestnorden 2004


Athugasemdir