Vestnorden í Kaupmannahöfn að ári liðnu

Ákveðið hefur verið að næsta Vestnorden ferðakaupstefna verði haldin í Kaupmannahöfn að ári liðnu, þ.e. um miðjan september 2005.

Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að kaupstefnunni síðastliðna tvo áratugi og verður Vestnorden 2005 í Kaupmannahöfn einmitt sú 20. í röðinni. Löndin skiptast á um að hafa framkvæmdina með höndum og á næsta ári er komið að Grænlendingum. Var sem fyrr segir ákveðið að halda kaupstefnuna í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið í Norðurbryggju, hinu nýja sameiginlega menningarsetri Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga sem opnað var í byrjun ársins. Þar eru sem kunnugt er meðal annars til húsa markaðsskrifstofa Ferðamálaráðs fyrir Norðurlöndin og sendiráð Íslands.

 


Athugasemdir