Fara í efni

Dagskrá Ferðamálaráðstefnunnar 2004 - Opnað fyrir skráningu

Nú liggur fyrir dagskrá Ferðamálaráðstefnunnar 2004 og búið er að opna fyrir skráningu hér á vefnum. Ráðstefnan verður eins og kunnugt er haldin á Kirkjubæjarklaustri dagana 14. og 15. október næstkomandi. Meginþema hennar að þessu sinni er "Efnahagslegt gildi ferðaþjónustu". Erindi flytja bæði innlendir fyrirlesarar og einn sem kemur erlendis frá.

Ráðstefnan er haldin í félagsheimilinu Kirkjuhvoli og hefst kl. 10:30 fimmtudaginn 14. október með skráningu og afhendingu gagna. Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs, setur ráðstefnuna og ávörp flytja Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps, og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra.

Efnahagslegt gildi ferðaþjónustu
Að loknu hádegisverðarhléi er komið að inngangserindi Ásgeirs Jónssonar, hagfræðings KB Banka og lektors við Háskóla Íslands, með yfirskriftinni "Efnahagslegt gildi ferðaþjónustu". Ásgeir er annar meginhöfundur skýrslunnar "Flug- og ferðaþjónusta á Íslandi" sem unnin var fyrir Samgönguráðuneytið og kynnt fyrr á þessu ári. Aðrir sem flytja erindi eru Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Oddhóls ferðaþjónustu ehf.; Ingunn Guðmundsdóttir, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Guðrún Bergman, hótelhaldari á Hótel Hellnum.

Erindi Olivier Jacquin
Eftir kaffihlé hefst erindi Olivier Jacquin og nefnist það "2004-2005 Hotel Industry Trend and Presentation of Rezidor SAS Hospitality". Olivier Jacquin er framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Rezidor SAS, sem m.a. er með Radison SAS hótelin innan sinna vébanda. Fyrirspurnir, almennar umræður og afgreiðsla ályktana fylgja í kjölfarið og áætluð ráðstefnuslit eru kl. 18:00.

Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs
Um kvöldið er móttaka í boði samgönguráðherra og í kjölfarið hefst kvöldverður og skemmtun. Þar fer samkvæmt venju fram afhending umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs Íslands fyrir árið 2004. Daginn eftir, föstudaginn 15. október, verður kynning á ferðaþjónustu svæðisins.

Boðið upp á rútuferðir
Boðið er upp á rútuferð frá BSÍ í Reykjavík kl. 7:30 fimmtudaginn 14. október og til baka frá Kirkjubæjarklaustri kl. 13:00 föstudaginn 15. október. Verð pr. mann er 3.500 kr. sem greiðist á staðnum. Vinsamlega takið fram við skráningu á ráðstefnuna hvort ætlunin er að nota rútuferðina.

Nákvæm dagskrá ráðstefnunnar og frekari upplýsingar eru hér fyrir neðan.

Dags.: 14. og 15. október 2004
Staður: Kirkjubæjarklaustur, félagsheimilið Kirkjuhvoll

Dagskrá: Fimmtudagur 14. október
kl. 10:30 Skráning og afhending gagna
kl. 11:30 Setning, Einar K. Guðfinnsson formaður Ferðamálaráðs
kl. 11:40 Ávarp, Gunnsteinn R. Ómarsson, Sveitarstjóri Skaftárhrepps
kl. 11:50 Ávarp, Hr. Sturla Böðvarsson, Samgönguráðherra
kl. 12:15 Hádegisverðarhlé
kl. 13:30 Efnahagslegt gildi ferðaþjónustu
              Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB Banka og lektor við Háskóla Íslands
kl. 14:15 Að selja Norðurljósin 
              Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Oddhóls ferðaþjónustu ehf.
kl. 14.30 Efnahagslegt gildi ferðaþjónustu heima í héraði
             Ingunn Guðmundsdóttir, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps
kl. 14.45 Fjárhagslegur ávinningur af vottaðri umhverfisstefnu 
             Guðrún Bergman, hótelhaldari Hótel Hellnar
kl. 15:00 Umræður og fyrirspurnir
kl. 15:30 Kaffihlé
kl. 16:00 2004-2005 Hotel Industry Trend and Presentation of Rezidor SAS Hospitality
              Olivier Jacquin, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Rezidor SAS,
              sem m.a. er með Radison SAS hótelin innan sinna vébanda
kl. 16:40 Fyrirspurnir
kl. 17:00 Almennar umræður og afgreiðsla ályktana.
kl. 18:00 Ráðstefnuslit
kl. 19:30 Móttaka í boði samgönguráðherra
kl. 20:00 Kvöldverður og skemmtun, skráning hjá Ferðamálaráði
Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs Íslands fyrir árið 2004

Dagskrá: Föstudagur 15. október
kl. 09:30 Kynning á ferðaþjónustu svæðisins

Ráðstefnustjórar:
Ólafía Jakobsdóttir og Eva Björk Harðardóttir

Ráðstefnugjald: kr. 9.000,-
Innifalið í ráðstefnugjaldi eru ráðstefnugögn, hádegisverður og kaffiveitingar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs Íslands í síma 461-2915 og í gegnum upplysingar@icetourist.is