Fara í efni

Tekjukönnun SAF fyrir október

Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt niðurstöður fyrir október úr mánaðarlegri tekjukönnun sinni á meðal hótela um allt land.

Góður viðsnúningur í Reykjavík
Meðalnýting hótela í Reykjavík var 66,95% í október, meðalverð á herbergi kr. 6.670 og tekjur á framboðið herbergi kr. 138.435. Þetta er góður viðsnúningur frá fyrra ári og sé litið á hina miklu aukningu sem átt hefur sér stað í framboði er þetta glæsilegur árangur. Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:
1996 55,89% Kr. 4.675
1997 58,52% Kr. 4.120
1998 61,39% Kr. 4.619
1999 73,32%. Kr. 5.022. Tekjur á framboðið herbergi kr. 114.257.
2000 71,97%. Kr. 5.653. Tekjur á framboðið herbergi kr. 126.118.
2001 70,21%. Kr. 6.164. Tekjur á framboðið herbergi kr. 134.169.
2002 61,79%. Kr. 6.427. Tekjur á framboðið herbergi kr. 123.106.

Landsbyggðin
Meðalnýting á landsbyggðinni var 30,33%, meðalverð kr. 6.294 og tekjur á framboðið herbergi kr. 59.173. Nýtingin er að ná fyrri stöðu en verð er heldur lægra en í fyrra. "Það fer að læðast að manni grunur um að þessi afar góðu verð sem náðust í fyrra hafi verið heppni," segir Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF. Til samanburðar koma fyrri ár:

1996 48,33% Kr. 3.893
1997 28,67% Kr. 4.750
1998 30,58% Kr. 3.930
1999 32,80% Kr. 5.046. Tekjur á framboðið herbergi kr. 51.302.
2000 24,66% Kr. 5.325. Tekjur á framboðið herbergi kr. 40.723.
2001 32,41% Kr. 5.843. Tekjur á framboðið herbergi kr. 58.696.
2002 28,22% Kr. 7.742. Tekjur á framboðið herbergi kr. 67.732.

Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur
Að gististöðum á Akureyri og Keflavík slepptum var meðalnýting á landsbyggðinni 20,12% í október. Meðalverð var kr. 4.901 og tekjur á framboðið herbergi kr. 30.576. "Þetta er að potast upp á við og vonandi verður framhald á," segir Þorleifur. Til samburðar koma fyrri ár:
1996 34,85% Kr. 3.893
1997 23,04% Kr. 3.942
1998 25,78% Kr. 3.743
1999 18,17% Kr. 3.941. Tekjur á framboðið herbergi kr. 22.200.
2000 13,54% Kr. 4.954. Tekjur á framboðið herbergi kr. 20.791.
2001 19,28%. Kr. 4.013. Tekjur á framboðið herbergi kr. 23.985.
2002 19,12%. Kr. 4.858. Tekjur á framboðið herbergi kr. 28.791.

Sjá nánar á heimasíðu SAF.