Fréttir

Stefna Ferðamálastofu 2017-2020

Nú á haustdögum réðist Ferðamálastofa í að móta stefnu stofnunarinnar fyrir árin 2017-2020. Stefnan er nú komin út og aðgengileg hér á vefnum.
Lesa meira

Jólakveðja Ferðamálastofu 2016

Fjölbreytt og skemmtilegt ár er senn að baki og handan við hornið bíður árið 2017 með fleiri spennandi verkefni.
Lesa meira

Hvatningarverkefni um ábyrga ferðaþjónustu

Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn, í samstarfi við Ferðamálastofu, SAF, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, Höfuðborgarstofu, Markaðsstofur landshlutanna og Safetravel vilja bjóða íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að sammælast um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu.
Lesa meira

Stjörnuflokkun - Radisson Blu Hótel Saga hlýtur gæða- og umhverfisviðurkenningu Vakans

Í dag fékk Radisson Blu Hótel Saga gæðaviðurkenningu Vakans afhenta. Flokkast Hótel Saga nú sem fjögurra stjörnu hótel samkvæmt viðurkenndum gæðaviðmiðum Vakans. Einnig fær hótelið gullmerki í umhverfihlutanum.
Lesa meira

Stórviðburður í ferðamálum - Aðalritari ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) gestur Ferðamálaþings 2017

Talib Rafai, aðalritari ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO), hefur þekkst boð Ferðamálastofu um að koma í opinbera heimsókn á næsta ári í tengslum við Ferðamálaþing í byrjun október. Tilefnið er ekki síst að minnast þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað árið 2017 sjálfbærri ferðaþjónustu og efnahagslegri þróun.
Lesa meira

Mannamót 2017 - Kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni

Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík fyrir samstarfsfyrirtæki sín 19. janúar 2017 kl. 12:00 – 17:00 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Mannmót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.
Lesa meira

Opnunartímar um jól og áramót

Opnunartímar um jól og áramót eru gjarnan með öðru sniði en aðra daga, þótt þeir tímar séu löngu liðnir að ferðafólk komi víðast að lokuðum dyrum á þessum árstíma.
Lesa meira

CenterHotel Arnarhvoll fær stjörnuflokkun Vakans

CenterHotel Arnarhvoll hefur farið í gegnum gæðaúttekt Vakans og flokkast nú sem 4ra stjörnu hótel samkvæmt viðurkenndum gæðaviðmiðum Vakans fyrir hótel, sem byggja á viðmiðum hotelstars.eu. Ennfremur fær veitingastaðurinn Ský, sem staðsettur er á efstu hæð hótelsins, gæðaviðurkenningu Vakans.
Lesa meira

Tákn alls sem þið viljið vera þekkt fyrir

Ferðamálastofu berast eðlilega margir tölvupóstar frá erlendum ferðamönnum þar sem erindin eru af ýmsu tagi. Nú í aðdraganda jóla datt okkur í hug að deila með ykkur þessari fallegu sögu sem okkur barst um sannan náungakærleik og hjálpsemi. Já, allt er gott sem endar vel.
Lesa meira

Sex ný fyrirtæki til liðs við Vakann

Ferðaþjónustan á Suðausturlandi hefur verið í miklum blóma síðastliðin ár enda hefur svæðið upp á fjölmarga kosti að bjóða, sérstaklega á sviði náttúruskoðunar og afþreyingar. Gróskan hefur einnig verið mikil þar í gæða- og umhverfismálum í greininni og er það mikið ánægjuefni.
Lesa meira