Fréttir

Dyrfjöll – Stórurð, gönguparadís fékk Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu

Verkefnið Dyrfjöll – Stórurð, gönguparadís hlaut í dag Umhverfisverðlaun Ferðamálstofu fyrir árið 2016. Verkefnið var unnið í samstarfi tveggja sveitarfélaga, Borgarfjarðarhrepps og Fljótsdalshéraðs, og er dæmi um það hvernig samvinna getur leitt til góðra verka.
Lesa meira

Radisson Blu 1919 Hótel fær stjörnuflokkun Vakans

Radisson Blu 1919 Hótel í Reykjavík er nýr þátttakandi í gæðakerfi Vakans. Hótelið hefur nú farið í gegnum og staðist gæðaúttekt Vakans sem byggð er á viðurkenndum samevrópskum gæðaviðmiðum Hotelstars.eu. Samkvæmt þeim flokkast Radisson Blu 1919 sem fjögurra stjörnu hótel.
Lesa meira

Ferðamálaþing 2016 - dagskrá

Árlegt Ferðamálaþing verður eins og fram hefur komið haldið 30. nóvember 2016 eftir hádegi í Hörpunni í Reykjavík. Yfirskriftin er "Ferðaþjónusta - afl breytinga". Dagskráin liggur nú fyrir og um að gera að skrá sig sem fyrst.
Lesa meira

Ferðamálastofa auglýsir tvö ný störf sérfræðinga

Hjá Ferðamálastofu eru laus til umsóknar tvö ný störf sérfræðinga. Annað er á starfsstöðinni í Reykjavík en hitt á Akureyri.
Lesa meira

Landupplýsingar birtar á einni vefsjá

Ferðamálastofa býr yfir ýmsum staðtengdum upplýsingum, eða landupplýsingum, sem ætlað er að styðja við skipulagningu, stefnumótun og vöruþróun í ferðamálum. Nú er komin í loftið einföld vefsjá þar sem skoða má öll þessi gögn saman á einu korti.
Lesa meira

Asgard Beyond er nýr þátttakandi í Vakanum

Fyrirtækið Asgard – Beyond hlaut nýlega viðurkenningu Vakans og bronsmerki í umhverfishluta.
Lesa meira

Arcanum til liðs við Vakann

Enn fjölgar í hópi gæðafyrirtækja sem ganga til liðs við Vakann. Arcanum hefur nú lokið innleiðingarferli með glæsibrag og auk gæðavottunar fyrir afþreyingu þá hlýtur gistiheimili fyrirtækisins einnig viðurkenningu sem fjögurra stjörnu gistiheimili í Vakanum.
Lesa meira

Landamærarannsókn boðin út hjá Ríkiskaupum

Ferðamálastofa og Hagstofa Íslands hafa ákveðið að bjóða út framkvæmd landamærarannsóknar meðal farþega á leið úr landi. Rannsóknin verður framkvæmd með könnun á Keflavíkurflugvelli, sem fylgt er eftir með vefkönnun. Rannsóknin beinist að erlendum ferðamönnum sem hafa dvalið á Íslandi og Íslendingum búsettum erlendis sem ferðast til Íslands.
Lesa meira

158 þúsund ferðamenn í október

Lesa meira