30.03.2016
Út er komin skýrsla þar sem eru kynntar niðurstöður viðamikils rannsóknaverkefnis um þolmörk ferðamanna, nánar tiltekið viðhorfskönnunar sem gerð var meðal ferðamanna á átta vinsælum náttúruskoðunarstöðum á Suður- og Vesturlandi sumarið og haustið 2014 og veturinn 2015. Ferðamálastofa fjármagnaði verkefnið sem stýrt var af dr. Önnu Dóru Sæþórsdóttur, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.
Lesa meira
23.03.2016
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun vorið 2016. Alls eru veittir styrkir til 66 verkefna hringinn í kringum landið en að þessu sinni var sérstaklega horft til öryggismála og miða 37 verkefnanna að því að bæta öryggi á ferðamannastöðum.
Lesa meira
17.03.2016
Niðurstöður liggja fyrir úr könnun um ferðalög Íslendinga á árinu 2015 og ferðaáform þeirra á árinu 2016 sem Ferðamálastofa fékk MMR til að framkvæma í janúar síðastliðnum. Er þetta sjöunda árið í röð sem könnun Ferðamálastofu um ferðahegðun landsmanna er gerð með sambærilegum hætti.
Lesa meira
17.03.2016
Í gær var útbýtt á Alþingi nýrri skýrslu ráðherra ferðamála, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um ferðamál.
Lesa meira
14.03.2016
Hótel Ísafjörður hf. sem rekur þrjá gististaði; Hótel Ísafjörð - Torg, Hótel Ísafjörð - Horn og Hótel Ísafjörð - Gamla (áður Gamla gistihúsið) auk veitingastaðarins Við Pollinn hljóta nú viðurkenningu Vakans. Hótel Ísafjörður hf. er þar með fyrsta fyrirtækið á Vestfjörðum sem fær viðurkenningu Vakans.
Lesa meira
07.03.2016
Um 100.700 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í febrúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 30.300 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Aukningin nemur 42,9% milli ára.
Lesa meira
04.03.2016
Á aðalfundi Ferðamálasamtaka Íslands í liðinni viku var samþykkt að að slíta starfsemi samtakanna. Ferðamálasamtök Íslands hafa verið samstarfsvettvangur átta landhlutasamtaka sem unnið hafa að framgangi ferðamála hvert á sínu svæði.
Lesa meira
03.03.2016
Snorri Valsson hefur verið ráðinn í stöðu sérfræðings hjá Ferðamálastofu. Starfið var auglýst þann 18. janúar síðastliðinn en það felst í vinnu við Vakann, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira