Fara í efni

Sex ný fyrirtæki til liðs við Vakann

Vakafyrirtæki á sa-landi

Ferðaþjónustan á Suðausturlandi hefur verið í miklum blóma síðastliðin ár enda hefur svæðið upp á fjölmarga kosti að bjóða, sérstaklega á sviði náttúruskoðunar og afþreyingar. Gróskan hefur einnig verið mikil þar í gæða- og umhverfismálum í greininni og er það mikið ánægjuefni.

Þann 8. desember sl. rann upp stór stund. Þá fengu sex fyrirtæki á svæðinu gæða- og umhverfisviðurkenningu Vakans við hátíðlega athöfn á Höfn í Hornafirði. Eigendur fyrirtækjanna voru mættir til þess að veita Vakanum viðtöku en um afhendinguna sá Olga M. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaklasans Ríki Vatnajökuls, fyrir hönd Ferðamálastofu.

Fyrirtækin og forsvarsmenn þeirra eru: Laufey Guðmundsdóttir og Guðlaugur Þorsteinsson hjá Glacier Journey / Fallastakkur ehf.; Haukur Ingi Einarsson, Berglind Steinþórsdóttir, Þórey Gísladóttir og Vésteinn Fjölnisson hjá Glacier Adventure; Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir og Einar Rúnar Sigurðsson hjá FromCoastToMountain / Öræfaferðir ; Helen María Björnsdóttir og Aron Franklin Jónsson hjá Local Guide; Anna María Kristjánsdóttir og Karl Sigurður Guðmundsson hjá South East ehf.; Halldór Steinar Kristjánsson, Erla Þórhallsdóttir, Fanney Björg Sveinsdóttir og Sindri Ragnarsson hjá Glacier Trips.

Við hjá Ferðamálastofu óskum öllum viðkomandi til hamingju með þennan stóra áfanga. Það eru fleiri fyrirtæki á svæðinu í innleiðingarferli og við vonum að önnur svæði taki sér suðausturhornið til fyrirmyndar í þessum efnum.