Fara í efni

Hvatningarverkefni um ábyrga ferðaþjónustu

Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson

Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn, í samstarfi við Ferðamálastofu, SAF, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, Höfuðborgarstofu, Markaðsstofur landshlutanna og Safetravel vilja bjóða íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að sammælast um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu.

Tilgangur verkefnisins

Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar. Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við að fyrirtækin axli ábyrgð á þeim afleiðingum sem rekstur þeirra hefur á umhverfið og samfélagið.

Samfélagsábyrgð og sjálfbærni í ferðaþjónustu

Með undirritun eru fyrirtækin hvött til að fylgja viðmiðum og skilgreiningum sem þróaðar hafa verið á alþjóðavísu um samfélagsábyrgð og sjálfbærni í ferðaþjónustu, en með áherslu á aðlögun að íslenskum aðstæðum og áskorunum eins og m.a. er gert með Vakanum.

Formleg undirritun 10 janúar

Yfirlýsinguna í heild sinni og skráningu í verkefnið má finna hér en formleg undirritun fer fram á Nauthól 10. janúar 2017 kl. 14.30 að viðstöddum forseta Íslands sem jafnframt er verndari verkefnisins.