29.02.2016
Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa sem sérfræðingur á stjórnsýslu- og umhverfissviði Ferðamálastofu. Verkefni hennar munu einkum snúa að þjónustu stofnunarinnar á sviði umhverfismála.
Lesa meira
29.02.2016
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála frá 15. maí næstkomandi.
Lesa meira
24.02.2016
Ferðamálastofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu starfsnema vegna verkefna sem varða öflun og úrvinnslu talnagagna hjá stofnuninni.
Lesa meira
24.02.2016
Vert er að minna fyrirtæki í ferðaþjónustu á samstarfssamning Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ferðamálastofu fyrir hönd Vakans um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Fyrirtæki innan SAF og Vakans fá 20% afslátt af námskeiðum Björgunarskólans en dagskráin í mars liggur nú fyrir.
Lesa meira
23.02.2016
Ferðamálaráð Evrópu (ETC), í samvinnu við Foundation for European Sustainable Tourism (FEST), hefur auglýst eftir umsóknum um námsstyrk til fjármögnunar rannsóknarverkefnis á meistarastigi. Verkefnið snýr að þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu í Evrópu.
Lesa meira
17.02.2016
Ný markaðsherferð Íslandsstofu til að kynna Ísland fyrir erlendum ferðamönnum nefnist Iceland Academy. Þetta kom fram á fundi sem Íslandsstofa boðaði til í morgun um samstarf og markaðssetningu erlendis á árinu 2016.
Lesa meira
12.02.2016
Fjöldi ferðamanna um Seyðisfjörð, Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli var um 1,3 milljónir árið 2015 en um er að ræða 291 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2014. Aukningin milli ára nemur 29,2%. Gera þarf ráð fyrir vissum frávikum vegna aðferðafræðinnar sem beitt er.
Lesa meira
11.02.2016
Um 77.500 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 14.800 fleiri en í janúar á síðasta ári. Aukningin nemur 23,6% milli ára. Ferðamönnum hefur fjölgað verulega í janúar á síðustu árum og hafa aldrei verið fleiri en í ár. Meira en fjórfalt fleiri ferðamenn komu í janúarmánuði 2016 en í janúar árið 2010.
Lesa meira
10.02.2016
Ferðamálastofa tekur í dag þátt í Framadögum háskólanna, sem haldnir eru í Háskólanum í Reykjavík. Verið velkomin að kíkja við hjá okkur á svæði B18 (2. hæð) þar sem við deilum rými með fleiri öflugum stofnunum.
Lesa meira