18.01.2016
Vegna breyttra reglna um mótframlag er að nýju auglýst eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Þær umsóknir sem bárust í kjölfar síðustu auglýsingar (19. september 2015) halda gildi sínu og mun umfjöllun um þær byggjast á grundvelli nýju reglnanna.
Lesa meira
18.01.2016
Ferðamálastofa leitar eftir sérfræðingi til starfa sem fyrst á starfsstöð sína í Reykjavík. Starfið heyrir undir gæða- og þróunarsvið. Um er að ræða 100% starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Lesa meira
14.01.2016
Í ársbyrjun 2014 samdi Ferðamálastofa við Háskóla Íslands um að rannsökuð yrðu þolmörk ferðamanna og fjöldi þeirra á fjölförnum áfangastöðunum á Suður- og Vesturlandi. Í nýrri skýrslu sem er hluti af verkefninu eru niðurstöður um mat á fjölda ferðamanna settar fram. Jafn umfangsmikil talning á gestum á áfangastöðum ferðamanna hefur aldrei verið framkvæmd hér á landi. Skýrslan ber heitið: Fjöldi ferðamanna á átta áfangastöðum á Suður- og Vesturlandi 2014 til 2015 og höfundar hennar eru dr. Rögnvaldur Ólafsson og Gyða Þórhallsdóttir.
Lesa meira
13.01.2016
Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 17. febrúar. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira
13.01.2016
Ákveðið hefur verið að ráða Hjörleif Finnsson í starf sérfræðings hjá Ferðamálastofu sem auglýst var í nóvember síðastliðnum. Margar góðar umsóknir bárust um starfið.
Lesa meira
08.01.2016
Þann 17. desember síðastliðinn fékk Skagafjörður afhenta viðurkenningu sína sem EDEN-gæðaáfangastaður í Evrópu. Athöfnin fór fram í Brussel í tengslum við Ferðamáladag Evrópu og var Skagafjörður þar með sýningarbás til að kynna svæðið.
Lesa meira
06.01.2016
Um 70.900 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í desember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 17.100 fleiri en í desember 2014. Aukningin nemur 31,9% milli ára. Fjöldi erlendra ferðmanna um Keflavíkurflugvöll var því um 1.262.000 á árinu 2015. Gera má ráð fyrr að tölurnar nái til um 97% ferðamanna sem hingað komu. Ótaldir eru þeir sem komu um aðra millilandaflugvelli og farþegar Norrænu en heildaruppgjör fyrir árið mun liggja fyrir síðar í mánuðinum.
Lesa meira
04.01.2016
Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík fyrir samstarfsfyrirtæki sín 21. janúar kl. 12:00 - 17:00 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli.
Lesa meira