31.10.2016
Skíðasvæði á Íslandi og Skotlandi hafa gert með sér samning þess efnis að handhafar árskorta í hvoru landi um sig geta skíðað í tvo daga á hverju skíðasvæði í hinu landinu. Ekki er vitað til þess að lönd hafi gert með sér slíkan samning áður, þ.e. sem gildir fyrir öll skíðasvæði viðkomandi landa.
Lesa meira
24.10.2016
Arctic Adventures og dótturfyrirtæki þess; Arctic Rafting, Dive Silfra, Trek Iceland og Glacier Guides tóku nýverið við gæðavottun Vakans. Auk gæðavottunarinnar fengu fyrirtækin bronsmerki í umhverfisþætti Vakans.
Lesa meira
21.10.2016
Nú er aðgengilegt hér á vefnum efni frá kynningarfundum um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (Destination Management Plans/DMP), sem Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála stóðu fyrir um allt land og lauk fyrr í mánuðinum.
Lesa meira
20.10.2016
Næstkomandi þriðjudag, 25. október, rennur út umsóknarfrestur fyrir styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, vegna framkvæmda á árinu 2017. Grettistaki hefur verið lyft víða um land á undanförnum árum fyrir tilstilli fjármagns úr sjóðnum.
Lesa meira
14.10.2016
Ferðamálastofa óskaði fyrr í haust eftir upplýsingum um þá aðila sem tilbúnir eru að veita ferðalöngum á minni húsbílum eða „camperum“ þjónustu yfir vetrartímann. Viðbrögð voru góð og nú hafa 27 aðilar um allt land skráð sig til að veita slíka þjónustu. Eru upplýsingar um þá aðgengilegar á gagnvirku korti á visiticeland.com
Lesa meira
14.10.2016
Samtök ferðaþjónustunnar afhenda á ári hverju nýsköpunarverðlaun samtakanna fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Kveðið er á um að heimilt sé að veita verðlaun vegna nýsköpunar allt að 300.000 krónum fyrir verkefni sem stjórn sjóðsins telur að skari fram úr hversju sinni.
Lesa meira
12.10.2016
Ferðamálastofa og ferðamálaráð Skotlands, VisitScotland, hafa skrifað undir samstarfssamning um að deila þekkingu og upplýsingum varðandi ýmsa þætti í uppbyggingu ferðaþjónustu. Ferðamálastofa hefur á liðnum árum átt í góðu samstarfi við VisitScotland, m.a. í tengslum við uppbyggingu Vakans, en áhugi var hjá báðum aðilum að ganga frá því með formlegri hætti.
Lesa meira
10.10.2016
Safetravel, Sjóvá og Slysavarnafélagið Landsbjörg bjóða til opins fræðslukvölds fimmtudaginn 13. október næstkomandi en kvöldið er með snjóflóðaþema.
Lesa meira
05.10.2016
Um 175 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 52 þúsund fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 42,5% milli ára.
Lesa meira
03.10.2016
- opnir fundir um ferðaþjónustuna í öllum kjördæmum.
Lesa meira