Fréttir

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Flugþróunarsjóði

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr Flugþróunarsjóði og er umsóknarfrestur til 31. ágúst næstkomandi. Markmiðið með Flugþróunarsjóði er að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði.
Lesa meira

186 þúsund ferðamenn í júní

Um 186 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða nærri 50 þúsund fleiri en í júní í fyrra. Þá hafa brottfarir Íslendinga aldrei mælst jafn margar í einum mánuði.
Lesa meira

Samstarf við sveitarfélögin um mat og kortlagningu viðkomustaða

Ferðamálastofa hefur sent öllum sveitarfélögum á landinu bréf með ósk um samstarf um framhald verkefnis sem gengið hefur undir nafninu „Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar“ eða kortlagning viðkomustaða. Fyrsti áfangi þess var unninn á árinu 2014, þar sem með aðstoð heimafólks voru metnir um 5.000 staðir um allt land. Komu um 350 manns um allt land að þessari vinnu sumarið 2014.
Lesa meira

Iceland Unlimited til liðs við Vakann

Enn fjölgar í hópi gæðafyrirtækja sem ganga til liðs við Vakann. Iceland Unlimited hefur nú lokið innleiðingarferli með glæsibrag og auk gæðavottunar þá hlýtur fyrirtækið brons í umhverfisþætti Vakans.
Lesa meira

Reglur um gistingu utan tjaldsvæða

Umhverfisstofnun hefur birt á vef sínum upplýsingar um þær reglur sem gilda varðandi tjöld og aðra gistingu utan skipulagðra tjaldsvæða. Upplýsingarnar eru birtar bæði á íslensku og ensku.
Lesa meira