01.07.2016
Umhverfisstofnun hefur birt á vef sínum upplýsingar um þær reglur sem gilda varðandi tjöld og aðra gistingu utan skipulagðra tjaldsvæða. Upplýsingarnar eru birtar bæði á íslensku og ensku.
Lesa meira
29.06.2016
Að gefnu tilefni er vert að benda á að þeir sem íhuga að bjóða upp á ferðir til Frakklands í tengslum við landsleiki Íslands þurfa að hafa til þess leyfi frá Ferðamálastofu. Sé um dagsferð að ræða þarf ferðaskipuleggjendaleyfi en ef gisting er innifalin þarf ferðaskrifstofuleyfi.
Lesa meira
29.06.2016
Dagana 5.-9. október næstkomandi gefst þeim sem tengjast ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti kostur á að taka þátt í alþjóðlegum viðburði á Akureyri sem á íslensku hefur verið nefndur Sumarskóli um forystu og stjórnun í sjálfbærri ferðaþjónustu. Um er að ræða sambland af vinnufundum, fyrirlestrum og vettvangsferðum með þátttöku vitra erlendra og innlendra leiðbeinenda.
Lesa meira
27.06.2016
Báðar starfsstöðvar Ferðamálastofu hafa nú skráð sig til þátttöku í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri. Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti og eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir hvert skref.
Lesa meira
24.06.2016
Á dögunum fór af stað kynningarátak fyrir Vakann sem miðar að því að auka vitund gæða- og umhverfiskerfið og hlutverk þess, bæði meðal almennings og ferðaþjónustuaðila. Birtar verða auglýsingar í sjónvarps- , prent- og vefmiðlum og samfélagsmiðlar nýttir til að koma boðskapnum á framfæri.
Lesa meira
08.06.2016
Við höfum útbúið nýtt sjónarhorn fyrir gögnin sem söfnuðust í verkefninu um kortlagningu auðlinda ferðaþjónustunnar. Nú er auk vefsjár hægt að skoða lista yfir þá staði sem metnir voru sem mögulegir áhugaverðir viðkomustaðir ferðafólks og síðan smella á hvern og einn til að skoða nánar.
Lesa meira
07.06.2016
Viðmið í Vakanum fyrir tjaldsvæði eru tilbúin og samþykkt af stýrihóp Vakans. Um er að ræða sjöttu viðmiðin í gistihlutanum. Þetta er jafnframt ákveðinn lokaáfangi gæða- og umhverfiskerfisins því þar með eru öll viðmið sem lagt var upp með í upphafi tilbúin og orðin opinber.
Lesa meira
07.06.2016
Um 124 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 33 þúsund fleiri en í maí á síðasta ári. Aukningin nemur 36,5% milli ára.
Lesa meira
06.06.2016
Terra Nova og systurfélagið Iceland Tours hlutu á dögunum viðurkenningu Vakans og eru því fullgildir þátttakendur í Vakanum. Jafnframt fékk fyrirtækið bronsmerki í umhverfiskerfi Vakans.
Lesa meira
03.06.2016
Árlegur talnabæklingur Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2015, er nú kominn út. Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu.
Lesa meira