29.04.2016
Niðurstöður liggja fyrir úr viðhorfskönnun sem Ferðamálastofa fékk Gallup til að framkvæma í febrúar og mars meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Markmiðið með könnuninni var að leggja mat á árangur íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á árinu 2015 og horfurnar á árinu 2016. Verkefnið er liður í að koma á væntingavísi innan ferðaþjónustunnar.
Lesa meira
29.04.2016
Íslandshótel hafa hlotið stjörnuflokkun Vakans fyrir sex hótel á sínum vegum en það eru Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum, Best Western Hótel Reykjavík, Fosshótel Baron, Fosshótel Lind og Fosshótel Reykjavík. Auk þess fá veitingastaðirnir Haust, Bjórgarðurinn og Grand Restaurant allir gæðaviðurkenningu Vakans og umhverfisflokkun líkt og áðurnefnd hótel.
Lesa meira
29.04.2016
Ratsjáin er nýsköpunar og þróunarverkefni sem stuðlar að því að bjóða stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum þátttöku í þróunarferli með það að markmiði að efla þekkingu og hæfni sína á sviði fyrirtækjareksturs. Verkefninu er ætlað að ná til þeirra fyrirtækja sem eru að gera góða hluti í dag en vilja efla sig enn meira í ýmsum rekstrarþáttum.
Lesa meira
28.04.2016
Ferðaþjónustan var til umfjöllunar í þætti Ara Trausta Guðmundssonar og Valdimars Leifssonar, Maðurinn og umhverfið, sem sýndur var á RÚV í vikunni.
Lesa meira
27.04.2016
Á nýrri vefsjá Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða er nú hægt að skoða úthlutanir sjóðsins frá upphafi eftir staðsetningu verkefnis. Kortið veitir áhuagverða sýn á dreifingu verkefna um landið og hægt er að þysja inn og smella á hverja úthlutun um sig.
Lesa meira
22.04.2016
Aðalfundur Samtaka um söguferðaþjónustu verður haldinn í Norræna húsinu 29. apríl. Samtökin eru 10 ára í ár og strax í kjölfar aðalfundar, eða kl. 13-16:25, verður haldið afmælismálþingið Tækifæri söguferðaþjónustunnar.
Lesa meira
19.04.2016
Árlegt námskeið Ferðamálastofu fyrir starfsfólk í upplýsingaveitu til ferðamanna verður haldið í Endurmenntun Háskóla Íslands Námunni 2. júní frá kl. 13-17. Námskeiðið er fyrir alla þá sem koma að upplýsingaveitu til ferðamanna s.s. starfsfólk upplýsingamiðstöðva, gestastofa, safna, gististaða, sundlauga, verslana o.s.frv.
Lesa meira
12.04.2016
Út eru komnar skýrslur þar sem kynntar eru niðurstöður tveggja rannsóknaverkefna er snúa að umhverfisáhrifum ferðamanna og ferðamennsku. Verkefnin voru undir stjórn Rannveigar Ólafsdóttur, prófessors í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, og eru meðal þeirra verkefna sem Ferðamálastofa ákvað að láta ráðast í með hliðsjón af mikilli fjölgunar ferðafólks og álags sem af henni hefur skapast.
Lesa meira
11.04.2016
Þann 25. maí (ath. breytta dagsetningu frá upphaflegri auglýsingu) mun Ferðamálastofa halda ráðstefnu þar sem kynntar verða þolmarkarannsóknir og tengd verkefni sem stofnunin ákvað árið 2014 að láta ráðast í. Ráðstefnan verður á Grand Hótel Reykjavík kl. 13-16.
Lesa meira
05.04.2016
Um 115.800 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í mars síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 32 þúsund fleiri en í mars á síðasta ári. Aukningin nemur 38,1% milli ára.
Lesa meira